Kirkjuritið - 01.12.1947, Qupperneq 48
316
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Dr. Pétur Pétursson biskup.
kristilegri vísindaiðkun og sem
hvetur manninn til atorku og
starfsemi í sérhverri stöðu lífs-
ins.“ 1 lok ræðu sinnar vígði
dr. Pétur skólann með þessari
bæn: „Láttu, Drottinn, ljós
þinna sannleiksorða jafnan skina
skært og fagurlega í þessum
prestaskóla, í hjörtum kennenda
hans og lærisveina, svo að hjört-
un hneigist til þín í kærleikan-
um og trúnni og þau verði bú-
staður þíns anda, svo að þitt
orð breiðist heilagt og hreint út
um landið í og með þeim, sem þú ætlar að hafa fyrir verka-
menn í þínum víngarði, og verði þeim og öllum, sem orðið
heyra, kraftur til sáluhjálpar. Láttu alla vora athöfn verða
þínu nafni til lofs og dýrðar."
1 þessum anda leitaðist dr. Pétur við að móta stefnu
skólans og starf. Oft varð honum þungur róðurinn, er skól-
inn varð fyrir aðkasti og ómildum dómum, en hann hvik-
aði aldrei frá þeirri leið, er hann hugði vera rétta. For-
ysta hans var örugg. Hann stofnaði Prestaskólasjóðinn
til styrktar fátækum nemendum og efldi hann og bóka-
safn skólans eftir föngum. Hann réð mestu um reglugerð
hans 1845, sem hélzt óbreytt að kalla í 45 ár. Var hún snið-
in vel og viturlega við allar aðstæður og lögð áherzla á,
að skólinn væri vísindaleg stofnun. Sjálfur var hann bú-
inn vísindamanns hæfileikum, eins og sjá má af doktors-
ritgjörð hans, og svo miklu lærðari í guðfræði en aðrir
íslenzkir prestar, að enginn þótti koma til greina annar
en hann að veita Prestaskólanum forstöðu. Þó er það vafa-
mál, að Prestaskólanum hafi orðið mestur styrkur að
kennslu hans, heldur því, hvílíkur athafnamaður hann var
og foringi í kristindóms- og kirkjumálum, er vildi beina
áhrifum þeirra inn á hvert svið þjóðlífsins. Hann glæddi