Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 82
350
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
sínum í þágu kirkjunnar og þjóðræknismála vorra hafa
þessir menn lagt giftudrjúgan skerf til menningarmála
Vestur-fslendinga. Óhætt er að fullyrða, að þessir menn
hafa skapað sér miklar vinsældir vestra, og margir meðal
vor munu eiga þá ósk heitasta, að ýmsir þessara leiðtoga
mættu eiga afturkvæmt vestur og dvelja þar sem lengst.
Vestur-fslendingar standa í stórri þakklætisskuld við ís-
lenzka guðfræðinga, svo og fyrir það, sem þeir hafa unnið
oss til heilla, vil ég nú þakka í nafni landa minna vestan
hafs.
Ég vil einnig leyfa mér að nota þetta tækifæri til að
þakka ríkisstjórn íslands og þjóðinni í heild sinni fyrir
alla ræktarsemi yðar við oss, sem dveljum vestan hafs.
Sársaukin og misskilningurinn, sem eðlilega var samfara
brottflutningi allmikils hluta þjóðarinnar fyrr á árum, er
nú horfinn. Nýtt tímabil er upprunnið í samskiftum yðar og
vor. Kjörorð þessa tímabils eru: Kynning, kærleikur, sam-
starf. Á þeim árum, sem liðin eru síðan ísland endurheimti
sitt fulla frelsi, hafið þér lagt meiri rækt við oss Vestmenn
og sýnt oss margvíslegri vinarhót en dæmi eru til um
nokkra aðra stofnþjóð gagnvart útfluttum börnum sín-
um og afkomendum þeirra. Þér hafið sent oss hvern af-
bragðsmanninn á fætur öðrum til að efla vináttuböndin.
Þér hafið sæmt ýmsa vora beztu manna nafnbótum og
heiðursmerkjum. Þér hafið stutt sum fyrirtækja vorra
með ríflegum fjárframlögum. Þér hafið boðið fólki að
vestan hingað heim til kynnisferða, og tekið á móti því
með slíkum höfðingsskap, sem ég get svo vel skilið, eftir
að hafa mætt því sama sjálfur. Vér viðurkennum fúslega,
að það hallar á oss í þessum viðskiftum vorum við yður.
En vér höfum góðan hug á þvi, að þar megi eitthvað á
móti koma. Vér trúum því þá og fastlega, að vér getum
orðið Islandi til nokkurs gagns, að það hljóti að vera
þjóðinni mikils virði að eiga nokkur þúsund einlægra vina
og talsmanna með hinum voldugu þjóðum vesturálfunnar.
Eitt af skáldum vorum hefir fært í ljóð ástarjátningu Vest-