Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 106
374
Pétur Ingjaldsson:
Nóv. - Des.
að brúðguminn sagði í einhverju ógáti: „Nei“, við
einni af hinum vandamiklu spurningum, er prestur
beindi til hans. Kom þá nokkurt hik á prest, en Guð-
mundur meðhjálpari áttaði sig fyrstur manna og mælti
hátt og snjallt: „Hann sagði já, greyið, það er búið
og það stendnr prestur góður“. Athöfnin hélt síðan á-
fram, eins og ekkcrt hefði í skorizt.
Barnafræðari þótti Eggert með afbrigðum góður,
og bvatti hann efnilega unglinga til menntunar, má
þar fremstan telja Valtý Guðmundsson, er þá var
unglingspiltur á Ströndinni, og þótti ekki lmeigður til
sveitavinnu. Á Eggert ásamt öðrum að liafa komið því
til leiðar, að jarðeignum þeim, er Valtýr tók að erfðum
eftir föður sinn, var varið í peninga til þess að kosta
Valtý á skóla, og varð hann, svo sem vitað er, einn
af kunnustu mönnurn sinnar samtíðar.
Séra Friðrik Friðriksson, sem um fermingaraldur
var sóknarbarn séra Eggerts, segir, að hann hafi verið
sér framúrskarandi góður, og hafi hann þar notið föður
síns, er var vinur prests, og andazt hafði á aðfangadag
jóla á Höskuldsstöðum hjá presti. Um fermingu sína
segir séra Friðrik: „Fermingardagurinn var mjög ein-
kennilegur, og fann ég til, að vera einmana. Faðir
minn lá í gröf sinni við kirkjuvegginn, móðir mín lá
veik í fjarlægri sveit. Ég var hrærður undir ferming-
unni og altarisgöngunni, og var hálfutan við mig, er
ég kom úr kirkjunni. Presturinn kallaði á mig inn til
sín og fór með mig inn í helgidóm sinn, bókaherbergið.
Þar gaf hann mér þrjár bækur: Stafróf náttúruvísind-
anna, þá nýútkomnar og talaði við mig huggandi upp-
örfunarorðum“.*
Séra Eggert Briem kom mjög við sögu Kvennaskól-
ans á Ytri-Ey, en sú jörð er í Höskuldsstaðasókn, og
er svo enn, að Kvennaskólinn á Blönduósi er í þessari
*) Séra Fr. Friðriksson: Undirbúningsárin. Rvik 1928, bs. 19.