Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 5

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 5
Páskasálmar, HEYR GLEÐIBOÐSKAP. Heyr gleðiboðskap þann, sem æðstur er, sem oss er fluttur lífs í mestu nauðum. Sjá! Engill Guðs þann helga boðskap ber: Vor bróðir Kristur risinn er frá dauðum. „Hann er upprisinn! Hann er ekki hér" í heljarfjötrum dimmrar, kaldrar grafar. Á sjálfum dauða sigur fenginn er og sigurdýrðin björt frá gröf hans stafar. Hann er upprisinn! Hann er e i n n i g h é r. Sú helga vissa er páskagleðin sanna. f dauðans myrkrum dásemd lífsins er, því Drottinn sjálfur vitjar allra manna. Þú herra lífsins, Drottinn dýrðarranns, þín dásamlegust páskaundur gjörðu. Rís upp í huga og hjarta sérhvers manns. Þín heilög návist fylli alla jörðu. Magnús Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.