Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 8

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 8
86 KIRKJURITIÐ miskunnar, líttu því til vor í náð og miskunn. Æ, þú ert svo ríkur af öllu góðu, veittu oss því þín himnesku náðargæði, veittu oss ástgjafir þíns heilaga anda: blessun og hjálpræði, náð og frið, líkn og huggun og styrkleika til alls góðs. Frá þér einum kemur öll góð og fullkomin gjöf — öll blessunar og náðar gæði; auðgaðu oss því í dag og ætíð með þínum himnesku náðargjöfum og gerðu oss af þinni eilífu náð ríka í þér — ríka af öllu góðu — ríka af elsku, trú og von — ríka af þolinmæði — ríka af lofgjörð og þakklæti — ríka af trúnað- artrausti og undirgefni undir þinn blessaða náðarvilja. Láttu þinn heilaga anda koma yfir oss og helga oss í þínum himneska sannleika. Láttu hann helga þér hjörtu vor, helga og endur- nýja vorn innra mann, svo að hver og einn meðal vor verði nýr maður í Jesú Kristi, er lifi þér í réttlæti og heilagleika, svo að vér allir verðum þín góð og blessuð böm — útvalin og elskuleg börn góða föðurins á himnum, er veitir oss allt gott af einskærri náð. Taktu oss nú alla í þinn blessaða föður- faðm; þar er vort eina hæli og eina athvarf. Við þitt himneska og eilífa ástarhjarta viljum vér hvíla í blíðu og stríðu, þar viljum vér lifa og deyja, því að þaðan streymir til vor náðin og blessunin, ljósið og lífið, friðurinn og frelsið. Æ, góði faðir! gefðu oss nú allt gott, sem vér biðjum þig um, sam- kvæmt hinum djúpa ríkdómi þínum í Jesú Kristi, og bæn- heyrðu oss í hans blessaða nafni. Amen! Faðir vor........ Huggarinn sá heilagi andi, sem ég mun senda yður í mínu nafni, hann mun kenna yður alla hluti og minna yður á allt, er ég hefi kennt yður, sagði Jesús við lærisveina sína, eins og hið heilaga guðspjall þessa hátíðardags skýrir frá. Þetta rættist á Hvítasunnu-hátíðinni á fimmtugasta degi eftir upp- risuna og tíunda degi eftir himnaförina, því að þá sendi hann þeim heilagan anda og stofnaði hina kristilegu kirkju. Þetta lét hann ske á Hvítasunnudag, því að aldrei voru eins margir saman komnir í Jerúsalem eins og þá. Gamlar fræðibækur segja, að einu sinni hafi þar verið saman komnar 3,000,000 manna, sem flestir halda að hafi verið þegar heilagur andi kom yfir postula Krists. Með þessum hætti gat dásemd sú,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.