Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 12
90 KIRKJURITIÐ gera aðskilnað milli Guðs og mannanna. Hann kemur ekki, meðan eigingirnin og sjálfstraustið býr í þeim, eða á meðan þau eru án huggunar, trausts og vonar. Hann kemur ekki heldur, meðan vér að öllu leyti heyrum til heiminum, meðan vér elskum hann og þá hluti, sem í hon- um eru, en hefjum aldrei hugann til hins himneska og eilífa, né rannsökum sálarástand vort. En þegar vér finnum af hjarta til ófullkomleika vors, til vorrar andlegu eymdar; þegar vér hættum að elska heiminn og það, sem honum heyrir til, en þráum náð og fyrirgefningu, frið og frelsi, þegar oss hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, þegar oss langar til að halda áfram í helguninni með guð- hræðslu, þegar vér biðjum, vonum og trúum, þegar vér erum iðrandi og auðmjúkir og gefum oss fúslega undir Guðs vilja, í einu orði: Þegar vér „leggjum bæði líf og sál ljúflega á drottins mildi,“ þá er tími hins himneska huggara, þá er vitjunartími Guðs, þá er endurfæðingartími vor, þegar vér segjum af hjarta og munni með trausti og trú: Kom volaðra faðir fús, kom greiðandi gáfur oss, kom helgasta hjartnanna ljós. Þá opnast himinn Guðs dýrðar fyrir augum vorum, þá sendir Guð oss sinn heilaga anda, þá ljómar hans himneska sannleiks-, friðar- og kærleiks-ijós inn í sálir vorar. En rannsakaðu nú sjálfan þig, kristinn maður! Lítið nú til sjálfra yðar, þér, sem hér hafið birzt fyrir Guðs augliti í dag. Hvernig eru hjörtu yðar á sig komin, eru þau föst við hið jarðneska, stundlega og hverfula? Sé svo, þá hafið þér ekki ennþá öðlazt gjöf heilags anda. Hjörtu yðar eru þá enn óhæfileg fyrir slíka náðargjöf. En ef þér aftur á móti hafið sífellt hug og hjarta hjá Guði og sálarsjón yðar jafnan festa á hinu himneska og eilífa, og það mitt í yðar jarðnesku störf- um og umsvifum, þá eruð þér hæfilegir fyrir gjöf heilags anda. Hvernig voru hjörtu yðar á sig komin, er þér komuð í Guðs hús í dag? Komuð þér hingað með lotningu fyrir Guðs eilífu hátign? Komuð þér hingað með þakklátu og auð- mjúku hugarfari, með trú og trausti til Guðs eilífu náðar og miskunnar, með hjartanlegri löngun eftir að dýrka hann í anda og sannleika, löngun eftir að heyra hans heilaga orð

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.