Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 17

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 17
95 SÉRA PÁLL JÓNSSON snemma notið hjá þeim þeirrar fræðslu, er þau gátu honum í té látið og þó einkum innrætt honum á bamsaldri guðrækni °g góða siði. Þess gat hann oft við mig, hve móðir sín hefði verið bænrækin og fylgt föstum reglum með guðræknisiðkanir í heimahúsum. Virtist mér sem hann vildi gefa í skyn, að í Þessum efnum hefðu ráð hennar verið fullt eins mikil eða jafn- vel meiri heldur en föður síns. En hins vegar skildist mér, að þau hjón hefðu verið mjög samhent í öllu og fullkomin ein- drægni ríkt á heimili þeirra. Má telja víst, að þau bæði, og eigi síður hún, hafi veitt honum það veganesti á barnsaldri, sem entist alla æfi. Auk þess mun skólaveran hafa haft hin djúptaekustu áhrif á hann, enda kunni hann vel að meta kenn- era sína og dáðist mjög að þeim, eigi sízt að Bimi Gunnlaugs- syni, „spekingnum með barnshjartað". Um Björn fórust hon- hm einu sinni orð á þessa leið: „Hann lyfti anda sínum stund- um svo hátt, að hann heyrði hvorki né sá það, sem í kringum hann fór fram; þá var sál hans uppi á hinum fjarlægustu stjörnum.“ Eftir að séra Páll hafði lokið skólanámi (hann lærði undir skóla hjá séra Þorleifi Jónssyni í Hvammi í Dölum), varð hann skrifari hjá Bjarna amtmanni Thorarensen á Möðmvöll- Um í Hörgárdal. Hann kemur þangað 1837 og dvelst þar 3^2 ár. Líklegt má telja, að vera hans hjá Bjarna hafi glætt skáldgáfu hans, Þótt hún hafi verið vöknuð áður, því að mjög dáði hann skáldskap hans, og mun hafa farið vel á með þeim, meðan Þeir voru saman. Páll kvæntist 22. sept. 1839 Kristínu Þor- steinsdóttur stúdents í Laxámesi í Kjós Guðmundssonar. Næst eftir skrifstofustörfin á Möðruvöllum og kennslustörf í Víðidalstungu einn vetur, mun séra Páll hafa tekið prests- vígslu sem aðstoðarprestur hjá séra Gamalíel Þorleifssyni á Myrká í Hörgárdal árið 1841. Virðist hafa verið kærleikur mikill milli þeirra prestanna. Er ljós vottur þessa, að séra Eáll lætur einn son sinn bera nafn séra Gamalíels. Hvort sveinn Þessi fæddist fyrir eða eftir andlát séra Gamalíels, er mér ókunnugt. En að séra Gamalíel látnum hygg ég, að séra Páll hafi fengið veitingu fyrir kallinu. Að hann hafi verið allmörg ár á Myrká, virðist mega ráða af vísu einni um syni hans, sex að tölu, sem hún telur alla eiga heima þar, en vísan er þannig:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.