Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Síða 24

Kirkjuritið - 01.04.1949, Síða 24
102 KIRKJURITIÐ leggja honum lið, að því er séð verður. Þó hefir hún eflzt á síðustu árum og bætt skipulag sitt. Tvö mál hafa undanfarið vakið hvað Frá dönsku mesta athygli í dönsku kirkjulífi. Annað kirkjunni. er afsetning prests nokkurs, O. Hjorts að nafni. Hann er ,,rétttrúnaðarmaður“ mik- ill og lagði í prédikunum sínum megináherzlu á þræl- bundinn vilja mannanna, gjörspillingu þeirra og algeran vanmátt til lífernisbetrunar. 1 sjálfu sér hefði söfnuður hans getað sætt sig við þetta, ef presturinn hefði ekki sí og æ flutt sömu prédikunina, hvort heldur var við guðsþjónustur, brúðkaup eða jarðarfarir. Þótti sóknarbörn- unum hann svo þrautleiðinlegur, að þau gáfust loks alveg upp á því að sækja kirkju til hans, en leituðu eftir föng- um til annara presta. Fór þá safnaðarráðið þess á leit við kirkjustjórnina, að hún losaði söfnuðinn við prestinn, og lauk svo, að hann var settur af án eftirlauna. En ýmsir kirkjunnar menn töldu prestinn órétti beittan og trúfrelsinu í landinu misboðið, enda væri það ekki af- setningarsök, þótt söfnuði fyndist presturinn leiðinlegur. Hefir nú Hjort prestur fengið full eftirlaun, og við það situr. Hitt málið hefir komið enn meira róti á hugi manna, aðallega fylgjenda Innra trúboðsstefnunnar. Það er vígsla og starf kvenprestanna. Hefir Innra trúboðið nú lýst því yfir, að það telji kvenprestana sértrúarmenn, og varar fólk við því að sækja kirkju til þeirra eða þiggja af þeim nokkra prestþjónustu. Og trúboðum er bannað allt samstarf við þá. Þá er rétt að geta þess, að blað prestastéttarinnar dönsku hefir gjört nokkra bragarbót fyrir að birta óhróð- ur Sverre Magelsens um andlát kirkju Islands. Það birtir nú grein eftir dr. Regin Prenter guðfræðiprófessor í Ár- ósum, sem finnur mjög að þessum fréttaburði blaðsins. Hann ritar á þessa leið: „Danir, sem þekkja eitthvað til kirkju Islands, furða sig á því, með hverjum hætti Presta- félagsblaðið fræðir lesendur sína um hag kirkjunnar á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.