Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 30

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 30
108 KIRKJURITIÐ Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Það er hlutverk kirkjunnar að bera í milli friðar og sáttarorð. En þá verður hún sjálf að gæta einingar að baki ólíkum skoðunum í einstökum atriðum og standa trúlega vörð um heilbrigðan kristindóm feðranna og mæðr- anna, kjarnann, óspilltan af aðfluttum sjúkdómum. Þannig á hún að efla anda bræðralags og halda á lofti hinum eilífu hugsjónum trúar og siðgæðis, er fagnaðarerindi Krists krefst jafnt af einstaklingum sem þjóðum. Friðar- mál þess eiga máttinn til að sameina alla. Eitt sameiginlegt áhugamál eiga þó Sameiginlegt stjórnmálaflokkarnir nú þegar, já, þjóðin áhugamál. öll. Það er velfarnan og þroski uppvaxandi kynslóðar. Þjóðin hefir sýnt það undanfar- ið, að hún líkist góðum foreldrum í því að vilja ekkert spara til menntunar eða menningar barna sinna. Hún hefir fúslega tekið á sig þungar byrðar í því skyni. Og er það vel farið. Hér í Reykjavík er það einnig gleðilegt tákn hins sama, að allir stjórnmálaflokkarnir styðja bróðurlega að því, að hér verði reist æskulýðshöll, þar sem unga fólkið geti átt gott athvarf, leitað sér menn- ingar og hollra skemmtana. Þótt unga fólkið í þessum flokkum deili harðlega hvert á annað á pólitískum vett- vangi, þá er það allt eins og systkinahópur, þegar það ræðir þetta mál. Má mikils góðs af því vænta. Ekki að- eins þess, að æskulýðshöllin rísi, heldur að þetta sam- starf kenni æskumönnunum að skilja hverir aðra og meta hverir aðra. Og áhrifin af því myndu vafalaust breiðast um land allt. Ein sé vor trú, ein vor sál, þegar á reynir. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.