Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 31

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 31
SALMUR. Svíf þú á hljómvængjum, sál mín, til ódáins halla. Sjá þú, hve Ijómann ber hátt yfir geimana alla. Lýsir af stól Lambsins, — sem albjartri sól. Englar á fótskör þess falla. Krýndan í Ijómanum sér þú hinn sigrandi skara syngjandi, fagnandi, þakkandi koma og fara. Finnst þér ei nú fyrirheit Krists reynast trú? Því skaltu, sála mín, svara. Hljómbylgjan stígur. Um hákórinn lofsöngur ómar. >,Heilagur, heilagur, heilagur!" margraddað hljómar. Svíf þú í söng, sál mín, úr jarðneskri þröng. Dýrð yfir djúpunum Ijómar. Blóðvottar Jesú í mjallhvítum skrúðklæðum skarta, skipast í raðir við hásætisskörina bjarta. Trúir í raun, trúlyndra þjóna fá laun. Minnstu þess, mannlega hjarta. Viljir þú, sál mín, við kristið nafn láta þig kenna, Kristi þú treystir og fylgir, þótt jörð taki’ að brenna. Vinn þú og bið. Verndar þig himnanna lið. — Sjá muntu sigurdag renna. Lít eigi framar við lystisemd þessarar jarðar. Leita þess jafnan, sem eilífa heill þína varðar. Heit þín gjör nú. Horf þú í lifandi trú upp til Guðs heilögu hjarðar! V a I d. V. S n æ v a r r.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.