Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 52

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 52
130 KIRKJURITIÐ margir máttugir, ekki margir stórættaðir; heldur hefir Guð útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefir útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, til þess að gjöra hinu vold- uga kinnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefir Guð útvalið og það sem ekkert er, til þess að gjöra það að engu, sem er, til þess að ekki skuli neitt hold hrósa sér fyrir Guði.“ (I. Kor. 1.). Hér, eins og hjá Jesú, er lítil- lætinu og auðmýktinni lyft svo hátt, að oss leyfist jafnvel að nefna slíkt hugarfar náðargáfu veikleikans. Fáir munu hafa gert þessu efni jafnmikil skil—til ævar- andi eignar og lærdóms fyrir vora þjóð — eins og stór- skáldið Einar Benediktsson, í kvæðinu: Messan á Mosfelli. Þar eru dregnar upp myndir með sterkum litum af yfir- læti og valdbeitingu valdstjórnarmanna, sem með biskup í fararbroddi sækja heim að óvörum breyskan bróður, „við eitt bláfátækt brauð,“ til að svifta hann embætti. Mér finnst, að sá umkomulausi og breyski sálnahirðir, sem kvæðið ræðir um, sé sálufélagi tollheimtumannsins í dæmisögunni, náðarþegi eins og hann. 1 hinni óviðjafnanlega einörðu prédikun frammi fyrir hinum háu herrum höfuðstaðarins mælir hann meðal annars á þessa leið: . Þið viljið þeim hrasandi hrinda til falls, hnekkja þeim veika til fulls og alls, svo bugaði reyrinn brotni. Þið hofmenn, sem skartið með hefð og fé — hingað var komið að sjá mig á kné. En einn er stór. Hér er stormahlé. Hér stöndum við jafnt fyrir drottni. Eða hvort er ekki næsta stefið málandi í samanburð- inum á hugarfari þeirra tveggja manna, er gengu upp í musterið: Mín kirkja er lágreist og hrörlegt hof, en hver sá, sem gefur sér sjálfum lof,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.