Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 56

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 56
Frumvarp til laga um kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar. 1. gr. Kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar skal halda í Reykjavík annað hvert ár, að jafnaði í októbermánuði. Það skal ekki eiga lengri setu en tvær vikur, nema kirkjumála- ráðherra framlengi starfstíma þess. 2. gr. Kjömir eru 15 kirkjuþingsmenn, 14 í 7 kjördæmum og 1 af guðfræðideild Háskóla íslands. Ennfremur eiga sæti á kirkjuþingi biskup og kirkjumálaráðherra. Kjördæmin eru þessi: 1. Reykjavíkurprófastsdæmi. 2. Kjalarness, Mýra, Borgarfjarðar og Snæfellsnessprófasts- dæmi. 3. Dala, Barðastrandar, Vestur-ísafjarðar og Norður-ísa- fjarðarprófastsdæmi. 4. Stranda, Húnavatns og Skagafjarðarprófastsdæmi. 5. Eyjafjarðar, Suður-Þingeyjar og Norðm--Þingeyjarpró- fastsdæmi. 6. Norður-Múla, Suður-Múla og Austur-Skaftafellsprófasts- dæmi. 7. Vestur-Skaftafells, Rangárvalla og Ámesprófastsdæmi. 3. gr. í hverju þessara kjördæma em kosnir tveir kirkju- þingsmenn, prestur og leikmaður. 4. gr. Prófastar og prestar, er ábyrgð hafa á prestakalli, innan hvers kjördæmis, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþings- mann fyrir kjördæmið. Kennarar guðfræðideildar Háskólans kjósa og úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann og 1 til vara. 5. gr. Sóknamefndarmenn og safnaðarfulltrúar hvers kjör- dæmis kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjör- dæmið. 6. gr. Kjörstjóm skipa: biskup, og er hann formaður henn- ar, einn maður tilnefndur af kirkjuráði, og lögfræðingur til- nefndur af kirkjumálaráðheiTa.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.