Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 71

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 71
HVENÆR VAR SÍÐASTI SIGURINN UNNINN? 149 svartur skýflóki, og í honum voru alls konar svipir á hreyf- i^gu. Hann sá þar móður sína, bræður og kennara. Og bessir svipir kölluðu til hans hver af öðrum: „Ertu frávita að hugsa til að gera það, sem engum er unnt? Þú gerir Þér auðsjáanlega ekki grein fyrir, hvað bíður þín. Snúðu rið, meðan tími er til!“ En hin óbifanlega innri rödd svar- aði: „Það verður svo að vera.“ Þannig barðist hann daga °g nætur. Hyldýpið varð æ dýpra; skýflókinn æ svart- ari. Honum fannst hann vera að nálgast eitthvað svo ægi- legt, að ekki verður með orðum lýst. Loks skipti skyndilega um og hann sá dásamlega sýn. Dimm þruma ríður yfir. Fjallið leikur á reiðiskjálfi. Hvirfilvindur, sem kemur neðan úr djúpinu, ber hann með Ser upp á burst musterisins í Jerúsalem. Þangað heyrði hann óminn af lofsöngvunum frá hinu Allra helgasta. Þök °g turnar borgarinnar ljómuðu sólglitaðir eins og skógur úr gulli; reykelsisský bárust upp frá ölturunum og léku um fætur Jesú. Skrautbúið fólk fyllti forgarða musteris- ins. Yndisfagrar konur sungu honum brennandi ástaljóð. Lásúnur dundu og hundruð þúsunda radda hrópuðu eins °g brimgnýr margra úthafa: „Dýrð sé Messíasi, Israels- konunginum!" „Þessa tign skalt þú hljóta, ef þú fellur fram og tilbið- ur mig“, hrópaði rödd neðan úr djúpunum. ,,Hver ert þú?“ spurði Jesús. f*á var honum svipt þaðan og borinn á vindblænum á fjallstind nokkurn. Fyrir fótum hans blöstu öll ríki ver- uldarinnar í gullnum ljóma.. „Ég er konungur andanna og höfðingi jarðarinnar", sagði röddin að neðan. „Ég veit, hver þú ert,“ svaraði Jesús, „þú birtist í ótal uiyndum. Nafn þitt er Satan. Birztu í þinni jarðnesku mynd.“ Krýndur einvaldskonungur birtist, sitjandi á skýi að há- sæti. Fölur Ijósglampi lék um höfuð hans. Þessa skugga- legu mynd bar enn betur af, því að bak við hana var allt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.