Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 74

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 74
152 KrRKJURITIÐ um við Engedí? Það gerði hann ekki. Mörg sundurleit öfl toguðu í hann fram til hins síðasta, og leituðust við að fá hann til að breyta sínu fyrra áformi, fórninni, frið- þægingunni. Meira að segja, einn hans nánasti og kærasti lærisveinn og fylgismaður, Símon Pétur, telur úr honum. Fram á síðasta dag stendur baráttan. Úrslitasigurinn er ekki unninn fyrr en á Skírdagskvöld. 1 Getsemane er allt loks leitt til lykta. „Ef það er mögulegt, þá fari þessi bikar fram hjá mér, án þess að ég drekki hann. Þó ekki sem ég vil, héldur sem þú vilt.“ Á Skírdagskvöld, eða öllu heldur aðfaranótt föstudags- ins, vann hann fullnaðarsigurinn. Sálarangistin í Getse- mane er síðasta raunin, hinzta og þyngsta átakið. Sýnin frá Engedí blasir þar aftur við honum. Hann sér á ný fjallið með dimma krossinum rísa úr Dauðahafinu. Hann þekkir aftur sjálfan sig sem krossfesta manninn deyjandi. En þá bættist önnur raun við, sennilega sú sárasta. Það var efinn. Hann þekkti miskunn Guðs og kærleika. Hann þekkti undramátt fórnarinnar. En hann þekkti líka menn- ina. Var til nokkurs að færa þessa fórn? Varð það ekki með öllu árangurslaust, var ekki vonzkan og villan of rík í manneðlinu og mannheimum, til þess að verða sigruð með píslarvættinu einu? Þessi efi var þyngsta raunin í sálarstríðinu í Getsemane. En þar sigraði hann líka. Þá sá hann og sannfærðist um, að Jcrossinn var og verður sigursælasta tákn tilverunnar. 1 Engedí og Getsemane voru ráðin örlög mannlegrar kynslóðar. Á báðum stöðunum átti Jesús frjálst val. Hann gat snúið til baka, en hann gerði það ekki. Hinn frelsandi og fórnandi kærleikur sigraði á báðum stöðum, samfara trúnni á þá guðdómlegu eiginleika mannkynsins, að það væri fórnarinnar maklegt og hún næði tilgangi sínum. Þessvegna geymir mannkynssagan þá einkennilegu, en mótsagnakenndu staðreynd, að dauðinn á Golgata hefir orðið líf kynslóðanna. Friðrik J. Rafnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.