Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 75

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 75
Hvað er kristindómur? Ég stóð ráðþrota. Ég vissi ekki, hvað lífið var, né sjálfur né nokkur skapaður hlutur. Líf mitt og vit lá við, að ég fengi svar. En hver átti að svara mér? Sjálfur gat ég ekki ráðið fram úr neinu, og vitringar, sem ég leitaði, voru ósammála og í mótsögn við sjálfa sig, og mér virtust þeir °ft vesælli og bjánalegri en bjálfamir. En alltaf, þegar ég kom fram fyrir Krist, fékk ég annaðhvort svar — sem ekki var hinna skriftlærðu, eða spurningin missti allt gildi sitt °g hvarf mér af tungu. Hvert var þá svar hans? í orðum eða aðeins í augnaráði. Það var kristindómur. Ó, hvað er kristindómur? Einungis það, að hafa öðlazt traust á Guði — traust á Guði fyrir Krist. Hann er engan veginn það, að mselt sé fyrir vegum Guðs og þeim lýst eða skrá afhent um eiginleika hans og einkenni, heldur er kristindómurinn leyfi til að treysta því örugglega hvað sem fyrir kemur, jafnvel með ótta og angist, að Guð sé veruleiki og breytist aldrei, heldur hafi alla þræði í hendi sér. Já, það er þetta traust, sem er nógu voldugt til þess að þurfa hvorki að vita né skilja. Það getur sagt í sömu andrá: „Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig,“ og þegar á eftir: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ Kaj Munk.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.