Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 79
FRÉTTIR
157
Séra Guðmundur Sveinsson frá Hvanneyri
hefir lokið prófi í hebresku eftir misseris nám við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann hlaut fyrstu ágætiseinkunn. Hyggst
hann enn um hríð að stunda framhaldsnám, einkum í Gamla
testamentisfræðum.
Sunnudagaskóli guðfræðideildar Háskólans
starfaði síðastliðinn vetur sem undanfarin ár. Þó hefir sú
hreyting verið gjörð á fyrirkomulagi hans, að guðfræðinem-
endur skiptast einnig á um það, ásamt kennurunum, að stjórna
honum. Hefir það gefizt vel. Hér sjást tvær smámyndir af
skólalífinu. Stjómandi skólans þann dag, sem myndin er tek-
in, er Gísli Kolbeins.
FrÖken Ingibjörg Ólafsson
nr nú aftur hraustari til heilsu. Hefir hún í hyggju að fara
til Danmerkur og flytja aðalræðu í Kaupmannahöfn á 60 ára
afmæli K.F.U.K. og vera einnig gestur á hálfrar aldar afmæli
Danska kvennaráðsins. Hefir hún góða von um það, að geta
heimsótt Island í sumar.
^élag til varnar gegn krabbameini
hefir verið stofnað í Reykjavík í vetur. Er það hin þarfasta
stofnun og þess að vænta, að sams konar félög megi rísa um
land allt.