Kirkjuritið - 01.06.1966, Síða 26
264
KIRKJURITIÐ
Jónssonar, lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar
vorið 1959 og embættisprófi í guðfræði fra háskóla Islands
vorið 1965.
Kona lians er Bergljót Sveinsdóttir.
3. Sr. Heimir Steinsson vígðist 12. júní s.l., settur sóknar-
prestur á Seyðisfirði frá 1. s. m.
Hann er fæddur á Seyðisfirði 1. júlí 1937, sonur hjónanna
Arnþrúðar Ingólfsdóttur og Steins Stefánssonar, skólastjóra.
Hann lauk stúdentsprófi frá Akureyrarskóla 1957, stundaði
um skeið nám í fornleifafræði í Kaupmannahöfn og í íslenzk-
um fræðum við Háskóla Islands, innritaðist í Guðfræðideild
haustið 1961 og lauk þaðan embættisprófi í vor. Hlaut hann
liærri einkunn á embættisprófi en nokkur, sem útskrifast
hefur frá Háskóla vorum til þessa.
Kona sr. Heimis er Dóra Þórliallsdóttir.
Sr. Heimir er sá eini, sem lauk kandidatsprófi í guðfræði
hér á þessu ári.
Þessa ungu presta bjóðum vér velkomna til starfa og biðj-
um Guð að blessa þeim framtíðina.
Fyrsta diakonissa.
Þá var vígð liin fyrsta diakonissa eða safnaðarsystir til þjón-
ustu í íslenzkum söfnuði, Unnur Halldórsdóttir. Vígsla liennar
fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 28. nóvember.
Unnur er fædd í Reykjavík 1. nóv. 1942. Voru foreldrar
hennar hjónin Kristólína Þorleifsdóttir og Halldór Sigurðs-
son, verkamaður. Hún lauk prófi frá Fóstruskóla Sumar-
gjafar í Reykjavík 1962. Árið 1964—65 dvaldist hún á dia-
konissustofnuninni Samariterhemmet í Uppsölum og útskrif-
aðist þaðan vorið 1965.
Hún er ráðin að liálfu hjá Hallgrímssöfnuði í Reykja-
vík, en að liálfu hjá æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar.
Ég fagna mjög þessari góðu nýbreytni í lífi kirkjunnar og
bið liinni ungu, áhugasömu starfssystur og starfi hennar ríku-
legrar blessunar.