Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 11

Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 11
reynslu sinni. í hópi spurningabarna hans var stúlka, sem fermast átti í vor, en var í öðrum bekk unglinga- skóla, ári á undan jafnöldrum. Ein- hvern veginn fannst henni, að hún œtti ekki heima í hópi fermingar- barna, og hún gafst upp á ferming- arundirbúningnum. Hana óaði við fermingarathöfninni sem slíkri, vegna þess að henni fannst hún vera eldri en hin. Helgi vekur máls á því, hvort ekki vœri unnt að fœra spurningarnar inn í skólana sem skyldunámsgrein. Tómas tekur undir það, að œskilegt vœri, að fermingarundirbúningurinn fœrðist inn í skólana og honum yrði þá jafnframt skipt á lengri tíma en einn vetur. María er sama sinnis. Þó koma ýmis vandkvœði á fram- kvœmdinni í Ijós. — Hvað um kenn- arana? Nú er trúarafstaða þeirra misjöfn. — Eiga prestar einir að annast frœðsluna? Vœri slíkt fram- kvœmanlegt, t. d. í Reykjavík? Verk- efnið virðist risavaxið, — einkum, ef frœða á marga árgangp í senn. María segist þeirrar skoðunar, að kennarar gœtu ekki tekið að sér slíka frœðslu. Kristindómskennsla er eitt af meiri vandamálum í kennaraskól- anum, segir hún. Sumir kennaranem- °r vilja helzt ekki sœkja stundir í kristnum frœðum. Og þegar að barnakennslunni kemur, er afstaða kennarans og aðferðir eilíft vanda- mál. Tómas bendir á, að hugsanlegt vœri, að guðfrœðinemar yrðu látnir aðstoða presta við frœðsluna. Ég vík aftur að spurningunni um annmarka fermingarinnar í íslenzku þjóðfélagi og beini henni nú til Tómasar. Þeir eru: slœmur — eða ekki nóg- ur undirbúningur, segir hann. Ferm- ingarbörn gera sér ekki fulla grein þess, hvað þau eru að gera. — Hvað um tilstandið, tildrið og prjálið? Tómas lítur á það sem hvern ann- an sjúkdóm í samtímanum. Jólin eru t. d. einnig seld undir þennan tíðar- anda. Flestir viðstaddir virðast á einu máli um, að slíkur tíðarandi sé ekki góður. Helgi hefur þó orð á því, að maðurinn fermist nú ekki nema einu sinni á œvinni, og hann spyr, hvort ekki megi hafa þann viðburð dálítið eftirminnilegan. — Ekki má þó gleyma aðalatrið- inu, segir Tómas. — Kemur það strax? spyr Helgi. — Getur það ekki alveg drukkn- að ! þessu? — Ég held, að það geti alveg drukknað í þessu, segir María, og Ástríður segir: Þetta er ekki nema klukkutlmi einn dag. Síðan er allt hitt veizlur. — Maður hugsar um þetta, á meðan maður er í kirkjunni, en svo þegar komið er heim, þá . . . Magnús lýkur ekki setningunni, en Helgi maldar í móinn og segir: Nei, kemur ekki hugsunin nœsta dag og nœstu mánuði? Tómas telur, að œskulýðsfélög safnaðanna verði hér til hjálpar. En taki hins vegar ekkert við ungling- unum eftir ferminguna annað en vinnan eða sveitin og síðan skólinn, þá sé ósköp eðlilegt, að fermingin týnist niður. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.