Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 27
Hvernig liugsar ungur prestur
til fyrstu fermingar aS vori?
Ég hugsa til minnar fyrstu fermingar
með gleði; talsvert óttablandinni
gleði. Óttinn eða óvissan stafar af
því, að ég ó að taka loforð af 14
éra unglingum. Ég ó að ókveða,
hvort börnin fó að gefa loforðið; ég
ö að hafa komizt að raun um, hvort
þau muni vinna heit sín með heilum
huga.
Hr fermingin e.t.v. dauSur siSur,
frœSslan ófullkomin, sta&fesiing
skírnarnafni& eitt?
Hr kirkjan of vœg í kröfum
til þeirra sem fermast?
I fyrstu kann svo að virðast, að ferm-
'ngin sé orðin dauður siður, og sjólf-
sagt hefst ,,gangan til prestsins" hjó
mörgum börnum af venjunni einni
°g ekki innri þörf. En hitt er jafnvist,
að mörg börn vita hverju þau eru að
lofa ó fermingardaginn, og þau vinna
þeit sín af fúsum vilja. Það er síðan
hins kristna safnaðar að fó feringar-
barninu verk að vinna, en ó því verð-
ur í flestum tilfellum misbrestur. Ein-
mitt nú vil ég svara siðustu spurn-
ingunni: „Er kirkjan of vœg í kröfum
hl þeirra, sem fermast?", þvi að svar
mitt verður, að einmitt að þessu leyt-
inu, tel ég kirkjuna hvað hœttulegast
°f v®ga í kröfum sinum til ferm-
ingarbarnanna. Kirkjan ó að taka
fermingarbarninu sem nýjum þjóni.
hermingarbörnin eiga að finna, að
krafa er gerð til þeirra, og er þau
fermast, eiga þau að vita, að kirkjan
mun fó þeim verk að vinna. Ég tel,
að prestur, sem hefur gjört bornun-
um Ijóst, hvers krafizt er af þeim,
sem hafa gjört Jesúm Krist að leið-
toga Iífs síns, og jafnframt fengið
þeim verkefni að vinna, meðan ó
fermingarundirbúninginum stendur
og notfœrir sér starfsgetu þeirra eftir
fermingu til þjónustu við fagnaðar-
erindið, muni finna, að fermingin er
ekki dauður siður og frœðslan
„nœgileg", þótt ófullkomin sé.
Staðfesting skírnar er að mínu viti
engin útskýring ó því hvað ferming-
in er. Ég ó við, að sé sagt, að ferm-
ingin sé staðfesting skírnarinnar, þó
hefur í engu verið útskýrt, hvað ferm-
ingin er. Fermingin er fyrst og fremst
yfirlýsing einstaklings fyrir söfnuð-
inn, samfélaginu, kirkjunni, að hann
vill lifa í samrœmi við þó óverð-
skulduðu nóð, sem honum var gefin
í skímarsáttmólanum; m. ö. o. játast
undir lögmálið, sem fyrir Krist og 1
Kristi er innifalið í fagnaðarerindinu.
Af því, sem áður segir er Ijóst, að ég
tel, að börn geti meðtekið nœgilega
þekkingu á kristinni trú til þess að
þau geti gert sér Ijóst, hvort þau vilja
gjörast þjónar Krists. Fermingin er
því opinber yfirlýsing þess, að nú
er „baráttan" hafin, trúarbaráttan.
Hitt er til óþurftar, að fermingin
sé miðuð við akveðinn aldur.
Er rétt aS binda a&gang að kvöld-
máltí&inni vi& ferminguna?
Allar þœr spurningar, sem lagðar
hafa verið hér fyrir mig, gefa tilefni
til langra guðfrœðilegra ritgerða, og
svörin mín eru aðeins glefsur einar.
25