Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 86

Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 86
Kristur, boðaður af kirkjunni, er ekki sá sami. Saga og kenning er tvennt ólíkt. Spurningin um hinn sögulega Jesú hefst með Reimarus. Það var því maklegt þegar Albert Schweitzer nefndi fyrstu útgáfu bókar sinnar um rann- sóknir á œvi Jesú Von Reimarus z u W r e d e . Reimarus til Kahler Mynd sú, er Reimarus dró upp af hinum sögu- lega Jesú var sannarlega fáránleg og ófrœði- leg. Jesús var enginn pólitískur byltingarmað- ur. Heimildir vorar eru algjörlega sammála og jafnframt traustar í vitnisburði sínum um það, að hann var mjög andvígur hinum þjóðernis- legu tilhneygingum Zelotanna á þessum tíma. Samt sem áður hefir Reimarus komið oss til að spyrja þess, sem ekki verður umflúið: Hver var Jesús frá Nazaret? Þessi spurning er bor- in fram, af því að Reimarus staðhœfði, að hinn sögulegi Jesús vœri öðruvísi en Kristur, eins og hann birtist í guðspjöllunum og einkan- lega í Jóhannesarguðspjalli. Upplýsingarstefnan fékkst við athugun á œvi Jesú, og hún reyndi einmitt að svara þessari spurningu. Þessar athuganir áttu rót sína í mjög frjálslyndri guðfrœði, sem jafnframt reyndi að rífa sig lausa frá kenningunni. Heróp þessarar guðfrœði var: ,,Aftur til Jesú, mannsins frá Nazaret". Aðalatriðið varð persónuleiki og trú Jesú, en ekki kristfrœði. I anda þessa heróps komu út fjöldi œvi- sagna Jesú. Ekki getum vér annað en brosað, þegar vér lesum þœr nú. Ævisögurnar eru mjög margbreytilegar. Rationalistarnir lýstu Jesú sem siðferðisboðbera. ídealistarnir gerðu hann að fyrirmyndarmanni. Fagurfrœðingarnir lofsungu hann sem orðsnilling og socialistarnir gerðu hann að vini fátœkra og þjóðfélags- legan umbótamann. Síðan má nefna ógrynni af gerfifrœðimönnum, sem gerðu hann að skáldsagnapersónu og löguðu hann eftir sínum tíma, moderniseruðu hann. Ævisagnaritun þessi er eingöngu afsprengi óskhyggju. Niður- staðan varð œvinlega sú, að sérhver hreyfing og guðfrœðistefna sáu í persónu Jesú endur- skin sinna sjónarmiða. Hvað hafði farið úr- skeiðis? Það, að sálfrœði og ímyndun komu (jafnvel ósjálfrátt) í stað kenningar. Allar þess- ar œvisögur Jesú hafa það sameiginlegt, að þœr hafa mótað mynd persónuleika Jesú með sálfrœði og ímyndun. Orsakir þessa verða ekki fundnar í heimildum, heldur í því, hve höf* undarnir beittu sálfrœðinni taumlaust. Það var sannarlega hrapalegt, að Albert Schweitzer, sem þó hafði með hispurslausri hreinskilni greint frá eðli þessarar óskhyggju í bók sinni/ skyldi sjálfur lenda í gildru þessarar sálfrœði- legu samsetningar, þegar hann túlkaði Matt. 10:23 á þann veg, að vonbrigði Jesú 1 sambandi við vonina um hina nálœg^ P a r o u s i a hafi haft úrslita áhrif í líf' hans, og hann lagt upp til móts við krossinn til þess að knýja fram komu guðsríkisins. Hin svonefnda postitiva guðfrœði tók sér 1 fyrstu fyrir hendur, að bœgja frá þessum til* raunum sálfrœðilegrar samsuðu, en síðan tók hún sér stöðu trúvarnar. Samt var það ekki fyrr en árið 1892, sem hin positíva guðfrceði lagði til atlögu með útkomu bókar M a r t i n Káhler-. Der sogenannt® historische Jesus und der biblische Christus. Þessi bók var stefnumótandi. Hún var á undan tímanum/ og hún fékkst við það efni, sem fiún hafði að heiti. Nafni bókarinnar þarf því að gefa na* inn gaum, ef vér œtlum að skilja kenningu K a h I e r . Hann gerir greinarmun á ,,Jesú og ,,Kristi* og sömuleiðis á historisch og geschichtlich. ,,Jesús" vor maðurinn frá Nazaret, að skilningi Kahler, svo sem œvisögurnar höfðu lýst honum. ,,Kristur var frelsarinn eins og kirkjan boðaði hann- Orðið h i s t o r i c h merkti þá sögulegar staðreyndir, en geschichtlich merkti það, sem hefir varanlega þýðingu. I stutN máli setti hann andspœnis hvor öðrum hinn svonefnda ,,sögulega Jesú" eins og höfundor œvisagnanna höfðu reynt að setja hann rnönn* um fyrir sjónir (reconstructed him) og „hinn biblíulega Krist", sem hefir sögulega varan* lega þýðingu og postularnir höfðu boðað. Fram' setning Káhler er þannig: Það er aðeins Kristur Biblíunnar, sem vér getum skynjað og skilió- Hann einn hefir varanlega þýðingu fyrir trúnö* Það er aðeins frásögn guðspjallanna, en ekk1 eins og hin sjálfgefna frœðilega umsteyp0 (reconstruction) birtir oss hann, sem „hin ómót' stœðilegu áhrif hins sanna raunveruleika" haf° varanleg áhrif á oss. Það er vert að veita þvl athygli — af því að það fer fram hjá ýmsurn/ — að Káhler var sannfœrður um „traustleikö 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.