Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 56
ÞÓRÐUR TÓMASSON, safnvörður: Kirkja Olafs kóngs á Krossi Um upphaf byggðar í Austur-Land- eyjum í Rangárþingi segir svo í Landnámu: „Hildir og Hallgeirr og Ljót systir þeirra voru kynjuð af Vest- urlöndum. Þau fóru til íslands og námu land milli Fljóts og Rangár, Eyjasveit alla upp til Þverár. Hildir bjó í Hildisey . . . Hallgeirr bjó í Hallgeirsey . . . Ljót bjó á Ljótarstöð- um." Þetta skal haft fyrir satt hér og þá einnig það, að kristin trú hafi átt athvarf í Landeyjum á landnámsöld. Jarðrask og skráðar heimildir sanna, að kirkjur hafa staðið í Stóru-Hildisey og á Ljótarstöðum í upphafi kristni, og án efa hefur kirkja staðið í Hallgeirsey á sama tíma. Tvcer kirkjusóknir voru í Austur- Landeyjum, Krosssókn og Voðmúla- staðasókn. Hér skal staðar numið við sögu Krosskirkju í stuttu ágripi. Frá fyrstu byggð á Krossi kann enginn að segja með vissu, en nafn- ið bendir til þess, að saga staðarins sé tengd kristnihaldi allt frá byrjun. Til mun þjóðsaga, er segir, að menn í sjávarháska hafi kastað krossmarki fyrir borð sunnan íslandsstranda og heitið að gera þar kirkju, sem kross- inn bœri að landi, ef þeir kœmust heilir á húfi úr háskanum. Heitið gekk eftir, og krossinn bar upp á Krosssand í Landeyjum. Þessu mun hvorki hœgt að játa né neita. Hér er því til að dreifa, að nafnið getur verið allt frá landnámsöld og eins vel getur það átt skylt við hafnarkrossa, sem um getur í jarteinum Guðmund- ar góða, Hólabiskups. Frá Krosssandi hafa menn sótt sjó um allar aldir byggðar. Um Kross getur fyrst í máldaga kirkju á Ljótarstöðum, sem talinn er frá 1179 í Fornbréfasafni, en þar segir svo: „Maríukirkja á Ljótarstöð- um á tíu hundruð í landi, kú og œr sex, búning sinn slíkan, sem er. Þar skal skylt að syngja annan hvern dag löghelgan og enn fjórða hvern óttusöng og skal heima tíund allra heimamanna, og skal prestur syngja þar frá Krossi og kaupa að honum 11 mörkum vaðmála. Lýsa fyrir alla helga daga þá, er sungið er." Krosskirkju getur í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200, sem greinir kirkjur með prestsskyldu, en þar segir: „Þessar kirkjur í Eyja- sveit: Á Vámúlastöðum, að Krossi, á Skúmsstöðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.