Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 31
ARNGRÍMUR JÓNSSON:
Fastq í fyrstu kristni
Rastan miðar við elztu og mestu
hátíð kristinna manna. f fyrstu
knstni og fram á fjórðu öld eru pásk-
ar haldnir sem minningarhátíð þess,
sem fólst í hinum sögulegum atburð-
Urn, en ekki sem hátíð hinna sögu-
l_egu atburða sjálfra, eins og nú er.
A páskum minntust kristnir menn
Þess, sem fólst í dauða frelsarans,
uPprisu hans og himnaför. Ein stór-
átlð með miklu innihaldi. Langa-
Qsta fer nú fyrir páskum, sem iðr-
unnar-yfirbótar- og undirbúningstími.
Rn sú var tíðin, að eingin langafasta
Var til í þeirri mynd, sem vér þekkj-
um. Þó er fyrnalangt síðan langa-
Qsta fékk á sig þá mynd, sem nú
er eða allt frá 7. öld. Þróunar-
saga hennar er nœsta flókin. Samt
Var það svo, að kristnir menn föstuðu
ybr páska allt frá fyrstu tíð og var
^nnilega arfur frá gyðingdómi.
astan fyrir páska var mislöng eftir
stöðum og umhverfi. Sums staðar var
Pessi fasta einn dagur, með öðrum
áagar og með enn öðrum 40 stund-
'r samfleytt. Á þessum dögum neyttu
menn alls ekki matar. Með kristnum
mönnum var fasta þessi áreiðanlega
í minningu dauða frelsarans, og hún
stóð frá sólarlagi á föstudag til sól-
arlags á laugardag fyrir páska. Það,
sem menn föstuðu lengur fór eftir
tiIbeiðsluþörf og guðrœkni. Á ann-
ari öld föstuðu menn í tvo daga fyrir
páska — eða viku — eða tvœr vik-
ur. Á þessum tíma neyttu menn mál-
tíðar að kvöldi: Brauðs, salts og
vatns, nema tvo síðustu daga fyrir
páska, þá var algjör fasta fyrir þá,
sem heilbrigðir voru. Þessi fasta fyrir
páska er þó ekki hið upprunalega
upphaf lönguföstu. Hér kemur ann-
að til, sem einnig var tengt páskum,
— skírn trúnemanna —.
Undirbúningstími trúnemanna
Langafasta á upphaf sitt í síðasta
undirbúningstíma trúnemanna fyrir
skírn á páskum. Þetta var tími strangs
aga, föstu og kennslu í kristum trúar-
sannindum. Þessi síðasti undirbún-
ingstími var nokkuð mislangur. Á
annari öld er hann 3 vikur.
29