Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 7
I GATTUM
Hvað er ferming? — Og til hvers er hún? Er frceðslan höfuðmarkmið
í tengslum við hana? Eða stefnir hún að vali og skýrri viljaafstöðu,
sem opinber jótning verður að fylgja —, staðfesting skírnar?
A Prestastefnu íslands 1965 voru samþykktar ólyktanir um fermingar-
undirbúning og fermingu. Þar segir svo um markmið: „Markmið
fermingarundirbúningsins er að vekja og glœða trúartraust hinna
ungu og laða þó til samfélags við Krist og til fullrar þátttöku í lífi Kirkj-
unnar, svo að þeir fái tileinkað sér þann frelsandi boðskap, sem felst
í fagnaðarerindi Krists og að hann megi verða leiðtogi lífs þeirra."
Um fermingarathöfnina sjálfa er hins vegar ekki fjallað nema í IV.
grein ályktananna, en sú grein er aðeins ein setning og hljóðar
svo: „Fermigarathöfnin sjálf fari alls staðar fram eins og helgisiðabók
þjóðkirkjunnar gerir ráð fyrir." Að öðru leyti fjalla áiyktanir þessar að
^nestu um frœðsluefni og það, hversu frœðslunni skuli hagað.
Af ofanskráðu virðist mega ráða, að frœðsla í kristnum dómi sé höfuð-
atriði í íslenzku þjóðkirkjunni, en fermingarathöfnin sjálf muni skipta
minna máli. Afstaða þessi er efalaust rétt og eðlileg í lútherskri kirkju-
deild. Hins vegar veitir hún engin svör við því, hvað fermingarat-
höfnin sjálf sé. Spyrja mcetti t. d.: Er hún annað en fyrirbœn og bless-
un? — Og sé hún ekki annað, hver rök eru þá til þess að binda hana
við 13—14 ára aldur? Vœri þá ekki œskilegra, að börn vœru fermd
yngri? — Þeirri spurningu er svo aftur tengd spurningin um réttmœti
þess að neita yngri börnum en 13 ára um aðgang að kvöldmáltíð.
hermingin hefur verið mjög til umrceðu meðal lútherskra manna er-
lendis á síðustu árum. Hér á landi eru einnig margir í efa um framtíð
hennar. Kirkjuritið fjallar að þessu sinni einkum um ferminguna. í guð-
frceðiþcetti þess ritar dr. Bjarne Hareide um fermingarguðfrceði og
fermingarathöfn, en hann er manna lcerðastur um þessi efni af lút-
herskum guðfrœðingum samtímans.
Hefti þetta má með nokkrum hcetti teljast eins konar tillaga frá stjórn
Prestafélags íslands. Virðið vel. G. Ól. Ól.
5