Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 44
honum verið vel tekið, þótt ýmsir
teldu vandkvœði ó í fyrstu.
Þeir eru sammála um, að kristin-
dómsfrœðsla sé of lítil í skólum, og
hafa allir orð á því, þótt ég spyrði
einskis um. En Bjarni víkur aftur að
því, að börn séu frœdd um kristin-
dóm heima jafnframt því, að þeim
séu kenndar bœnirnar.
— Reynsla mín hér í prestakallinu
er sú, að öll börn komi heiman að
með þá kunnáttu, sem ég tel œski-
lega, segir sóknarprestur. Hann er
ekki í vafa um, að börnin komi heim-
an að með „andaktina" og virðing-
una fyrir því, sem heilagt er.
Og Bjarni segist ekki viss um, að
kristið uppeldi sé mikið á undan-
haldi þar í sveitum. Hann minnist á
þá fáfrœði fólks, sem komst í eyru
alþjóðar um páskaleytið í fyrra.
Hann býst við, að slík fáfrœði sé
varla almenn í strjálbýli. Eysteinn
telur, að fólk þar í sveitum sé mjög
samhent og samhuga við alla mann-
úðarstarfsemi. Hinir eru sama sinnis.
— Hér er tekið afar vel í alla
hjálparstarfsemi, segir prestur. Og
ég er mjög ánœgður hér. Ég finn
huga fólksins. Það er ákaflega góð-
viljað. En ég vil ekki, að fólk fari
í kirkju einungis fyrir prestinn.
— Þar er ég ekki sammála, anzar
Bjarni. Ég lít svo á, að alltaf sé
betra að fara í kirkjuna. Maðurinn
hefur gott af kirkjugöngunni, þótt
hann komi ekki af fúsum vilja.
Þessu nœsf berst talið að þeim
mun, sem er á trúrœkni, œsku og
elli. Eysteinn telur, að œskan muni
breytast, en ýmis áhrif rugla hana
mjög. Þar koma til sögunnar kvik-
myndir í sjónvarpi. Þeir kalla enga
bót í því að frœða unglinga og börn
um vasaþjófnað. Að sumu leyti er
þó sjónvarp gott uppeldistœki, en
ýmsir þeir, sem áhrifavald hafa,
virðast hafa takmarkaða ábyrgðar-
kennd. Og þeir félagar komast í
ham og tala um hálfgerða lítilsvirð-
ingu stjórnvalda á kirkjunni, er sjáist
m. a. í framlögum þeirra til kirkju-
bygginga og annarra kirkjumála.
Þá er kirkjan gengin af grunni
Ég spyr, hvort þeir hafi nokkuð hug-
leitt, hvað helzt mœtti til vakningar
verða í kristnillfinu. Hvað um
messuformið? Er það úrelt? Hvað um
popmessur og aðrar sllkar tilraunir?
Bjarni svarar umsvifalaust, að
hann hafi ekki trú á því, að pop-
messur verði kirkjunni til framdrátt-
ar. Þœr eru með öllu ókirkjulegar.
Jóhannes og Eysteinn eru sama sinn-
is. Eysteinn kveðst helzt hugsa, að
það mœtti verða til vakningar, ef
frjáls samtök áhugafólks efndu til
samkomuhalda með kristilegu helgi-
haldi. Mœtti halda eina eða tvœr slík-
ar samkomur í héraði á ári og hafa
þar bœði skemmtiatriði og trúarlega
uppbyggingu á boðstólum.
Ég vík aftur að því, hvort þörf
muni að hressa messuna með breyt-
ingum.
— Áttu við það, hvort breyta skuli
því, sem kennt er í kirkjunni? —
Eysteinn spyr, en gefur mér ekki tóm
til svara. — Ef einhverju á að breyta
þar, á hverju eigum við þá að
standa? Ég held, að við getum ekki
42