Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Qupperneq 100

Kirkjuritið - 01.04.1971, Qupperneq 100
að kirkjuhús og kapellur séu um 200 talsins og kristnir prestar 1200, þar með taldir 160 munkar og 600 nunnur. Til grísk-kaþólsku kirkjunnar teljast 23 þúsund manns, grísk- orþódoxir eru 17 þús., rómv.-kaþólskir 11 þús., mótmœlendur tvö þúsund. (Fast Grunn). ORÐ GUÐS GEGNUM JÁRNTJALD Þriðjungur jarðarbúa lifir handan jórntjalds- ins eða bambustjaldsins. Kristniboðsskipunin á einnig við þetta fólk. Þetta hafa margir kristnir menn lagt sér á hjarta. Einn þeirra er Hollendingur, sem kallar sig ,,bróður Andrés“. Hann kom fyrir nokkru til Norður- landa og talaði þar á samkomum. Bók eftir hann hefur komið út: ,,Með orð Guðs gegn- um járntjaldið". ,,Bróðir Andrés" starfar á sérstœðan hátt. Hann ferðaðist um járntjaldslönd og gefur Biblíur. Hefur hann verið á faralds fœti nœr- fellt fimmtán ár og ferðazt um það bil 100 þúsund km á ári hverju. Heima er hann aðeins fjóra mánuði ársins. I fyrstunni vann hann einn að þessu starfi sínu. Nú hefur það vaxið, og fara nú margir hópar, tveir til þrír menn í hverjum hópi, inn í járntjaldslöndin til þess að gefa kristnum mönnum Biblíur og kristi- legar bókmenntir, sem þessi þriðjungur jarðar- búa á engan kost á að eignast á annan hátt. Andrés hefur heimsótt fimmtíu lönd einn síns liðs. Hann hefur komið til allra kommún- istalandanna nema Albaníu. Landamœraverðir og tollgœzlumenn komm- únista líta á hann sem smyglara. Hœpið má teljast að kalla hann smyglara. Engar skrif- legar lagagreinar eru til, svo að vitað sé, þar sem Biblíur eða kristileg trúarrit eru talin ólögleg í þessum löndum, svo framarlega sem þau eru ekki seld. Andrés gefur þau. Gera má ráð fyrir, að á fimmtán árum hafi verið dreift um 100.000 Biblíum og Nýja testament- um, auk smárita og annarra rita. Þegar Andrés segir frá starfi sínu, er engu líkara en verið sé að endursegja Postulasög- una. Hann fer úr einum stað í annan og veit aldrei, hvað morgundagurinn kann að bera í skauti sér. Hvern dag veitist honum sú vissa og reynsla þess, að Drottinn hjálpar á hverri stundu. Andrés ólst upp á árunum milli heimsstyrj- aldanna og á þeim tíma, er Holland var her- numið af Þjóðverjum. Hann komst í herinn 17 ára gamall og var sendur til Indókína. Kom þaðan aftur bœklaður. Þá var það, að hann gerði það upp við sig, hvort hann vildi vera kristinn eða ekki. Hann tók fyrri kostinn. Nú hóf hann nám í kristniboðsskóla í Skot- landi, þá laukst upp fyrir honum á sérstœðan hátt, hvert köllunarverk hans vœri. Honum var boðið að sœkja œskulýðsþing kommúnista 1 Póllandi. Hann fór þangað með ferðatöskuna fulla af kristilegum smáritum. Hann hitti fyrir kristna menn í Póllandi. Kynni hans af þeim urðu staðfesting köllunar hans. Hann hefur litið á það, sem verkefni sitt síðan að út- breiða orð Guðs og kristileg rit í kommúnista- löndunum. Þetta starf hefur oft verið kallað „œvintýri". í blaðaviðtali við ,,Aftenposten“ snemma á þessu ári sagði ,,bróðir Andrés" m. a.: ,,Ég hef komizt í kynni við opinberar, skráð- ar kirkjur og óskráðar. Allar þessar kirkjur þola þjáningar. Ég hef tekið þátt í leynilegum samkomum, bœði innanhúss og utan. Sam- komurnar eru haldnar með leynd, en kristna mennirnir fara ekki dult með trú sína. Þeir játa hana opinberlega, og það leiðir til þján- inga. Kristnir menn í svo til öllum kommúnista- ríkjunum búa við þvinganir og aðra erfiðleika- í Albaníu, Kína, Norður-Kóreu og Norður- Víetnam eru ekki til ,,opnar" kirkjur. Þess er ekki að vœnta, að ástandið batni. Má búqst við, að eftir fáein ár verði þau lönd orðin tm til tólf, þar sem engar ,,opnar“ kirkjur verða tiI“. (Fast Grunn)- RÁÐSTEFNA Menntamálanefnd þjóðkirkjunnar gengst fyrir þriggja til fjögurra daga ráðstefnu um kristinfrœði í skólum síðari hluta júnímán- aðar. Ráðstefnan verður haldin í Skálholti. Óhjákvœmilegt verður að takmarka fjölda þátttakenda, og er því áríðandi, að þeir, sem áhuga hafa á að sœkja ráðstefnuna, tilkynni þátttöku sína skriflega til formanns nefndarinnar eða ritara í síðasta lagi 18. apríl n. k. Vœntanlega munu erlendir sér- frœðingar taka þátt í ráðstefnunni. Ingólfur Guðmundsson, formaður Ólafur Haukur Árnason,ritari___________ 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.