Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 30
stígi hann niSur af krossin-
um, aS oss ásjáandi, og vér
skulum trúa á hann. Hann
treysti GuSi. Hann frelsi
hann nú, ef hann hefur
mœtur á honum, því að
hann sagSi: „Ég er Guðs
sonur“. — Sömuleiðis hœddu
hann og hermennirnir, komu
og báru honum edik og
sögðu: „Ef þú ert konungur
Gyðinga, þá bjargaðu sjálf-
um þér“.
★
Þetta er aðeins lítili hluti
úr píslarsögu Frelsara vors,
Drottins Jesú Krists, lítið brot
úr hans löngu og örlagaríku
harmsögu meðal vor. — En
hvort vilt þú, sem lest þessi
orð, heldur draga strik yfir
þau og segja: Þetta kemur
mér ekki við og varðar mig
engu, eða segja með séra
Hallgrími:
,,Heiður, lof, dýrð á himni og jörð,
hjartanleg ástar þakkargjörð,
Drottinn Jesú, þér sœtast sé
sungið af allri kristninni,
fyrir stríðið, þig þjáði frekt,
það er vort frelsi œvinlegt?**
J. Á. S.
Sigurður Pálsson, skrifstofustjóri, ritar
fyrir Kirk juritið um hið nýja Grunn-
skólafrumvarp — og ber fram athyglis-
verðar spurningar.
— Ekki getur talizt óeðlilegt,
að þjóð, sem borið hefur kristið
heiti í þúsund ár, hafi í uppeldi
ungmenna sinna í skóla og á
heimili, kristna viðmiðun. í því
getur á engan hátt falizt nein
ógnun við trúfrelsið.
Úr grein eftir Sigurð Pálsson
skrifstofustjóra. Sjá bls. 48.
28