Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 6
í félags- og stéttarmálum presta hefur sr. Gunnar látið mikið til sín taka, — um langt skeið í stjórn P. í. og um árabil formaður þess. Kirkjuritið hefur sr. Gunnar viljað hafa opið hverjum þeim, sem eitthvað hefur haft fram að fcera, án tillits til skoðanaágreinings, og hefur því ekki verið við hann að sakast, þótt öllum hafi ekki líkað hverju sinni, enda á einskis manns fœri að þóknast öllum, og er það gömul saga. Bœði ytri áferð Kirkjuritsins og hið ritaða orð þess, undir ritstjórn sr. Gunnars, hefur verið sviphreint og hefur þar einlœgni og hispursleysi setið í fyrirrúmi. Er þess og að vœnta, að svo megi framvegis verða. Prestafélag íslands þakkar sr. Gunnari Árnasyni vel unnið starf, dugnað hans og ósérplœgni, og sér í lagi fórnfýsi hans í þágu Kirkjuritsins, félagsmála presta og annarra þeirra hugðarefna, er heyra til Guðs kristni í landi voru. Það hefur oft orðið svo, að hinir ágœtustu menn, sem haft hafa önnur áhuga- mál en þau að heimta laun sín að kveldi hvers starfsdags, hafa farið með létta pyngju heim að loknum löngum og ströngum vinnudegi. Svo er og með sr. Gunnar, því að ekki hefur hann safnað veraldarauði í starfi sínu fyrir Kirkju- ritið, sem hann lengst af hefur unnið án nokkurrar þóknunar. Að lokum þetta, sr. Gunnar, um pistlana þína fyrr og síðar í sambandi við það, sem þú sjálfur segir um þá í desemberheftinu. Þeir eru enn ekki, og alls ekki „foknir úr minnum manna, líkt og lausablöð, sem vindurinn ber út á haf gleymsk- unnar". Þeir munu lifa í Kirkjuritinu um ókomin ár og bera vitni frjálsri hugsun, skynsemi og árœði hins frjálsa manns, sem trúir og vonar á hinn lifanda Guð. Við biðjum þér blessunar Guðs í von um, að við megum enn njóta penna þíns, hugar og hjarta. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.