Kirkjuritið - 01.10.1971, Blaðsíða 64
Ráðstefna og prestastefna
Ráðstefna sú um kristinfrœði í skól-
um, sem boðuð hafði verið, var hald-
in í Skálholti 18. til 20. júní s. I. Var
hún vel sótt. Mátti segja, að hún vœri
eins konar undirbúningur presta-
stefnu, sem síðan fjallaði um sömu
efni.
157 þúsund á einni samkomu
Af kristilegum samkomum á liðnu
sumri mun einna mest fjölmenni hafa
sótt Almenna kristilega mótið ! Vatna-
skógi. Er talið, að þar hafi verið um
500 manns, þegar flest var, en skráð-
ir þátttakendur voru yfir 330. Við
hámessu síðari mótsdaginn, 27. júní
voru 261 til altaris, og á kristniboðs-
samkomu sama dag gáfu mótsgestir
157 þúsund krónur til kristniboðs.
Daginn eftir hófst síðan þar á
staðnum þing íslenzku kristniboðsfél-
aganna, en frá því verður ekki sagt
hér að sinni, þar eð nœsta hefti
Kirkjuritsins mun vœntanlega einkum
fjalla um starf Kristniboðssambands
íslands.
Skálholtshátíð, HólahátíS o. fl.
Skálholtshátíð var haldin að þessu
sinni 25. júlí, og var þar vandað til
tónlistar að venju. Dr. Róbert A. Oltó-
son, söngmálastjóri, hefur lagt mest
af mörkum allra manna til Skálholts-
62
hátíða. Þar fer allt saman, mikil kunn-
átta, óvenjuleg vandvirkni, hörð
vinna og list, sem telur sér ekkert of
gott.
Hólahátíð var haldin 22. ágúst, og
mun mikið hafa verið þar um dýrðin
Loks var síðan efnt til margbrotins
helgihalds í Skálholti þann 29. ágúst-
Voru þá þriðja sumarið í röð boðað-
ar margar messur sama dag á staðn-
um. Var talið, að nokkuð á sjöunda
hundrað manna hafi verið við mess-
ur þessar í sumar. Mundi sjálfsag^
einhverjum hafa þótt ótrúlegt að
reyndu, að messur einar og Guðs
orð hefðu sllkt aðdráttarafl.
Frá Gideon og upphafi þess hér
Trúlegt er, að félag Gideonmanna
flestum lesendum Kirkjuritsins kunn-
ugt. Nýja testamentið með merk'
þeirra er í höndum hvers barns a
íslandi, sem orðið er 11 ára eða
eldra, Biblíur með merki þeirra eru
á sjúkrahúsum, hótelum, í skipum og
víðar. Samtök Gideonmanna eru
þjóðleg, en hér á landi eru þau frem-
ur fámenn. Engu að síður vinna þaU
feikilegt starf af fórnfýsi og mikiH'
elju. Vér leyfum oss að birta hér l|t_
inn þátt úr einu félagsbréfi Gideon-
Þar ber hann fyrirsögnina: „Leiddat
af Drottni."
A