Kirkjuritið - 01.10.1971, Blaðsíða 88
predikarinn verður að falla að. Það
er ekki einu sinni til fyrirmyndar (mo-
del) predikun. Hlutverk predikunar-
skóla er að fó fram getu hvers ein-
staklings, að fá það fram, sem hver
einstakur getur orðið, að þroska hann
eftir gerð sinni, að sjá hver máti hans
er, hans sérstaki máti — og hvetja
hann til að viðurkenna hann, ganga
honum á hönd og efla hann. John
Henry Newman hafði réttan máta, af
því að það var John Henry Newman,
sem var i predikunarstólnum. Dwight
L. Moody hafði sömuleiðis réttan
máta í predikun sinni, enda þótt máti
hans vœri gjörólíkur rœðumáta New-
mans, af því að það var Dwight L.
Moody, sem var ,í predikunarstóln-
um. Báðir John Henry Newman og
Dwight L. Moody hentuðu þó senni-
lega ekki King Street Methodist
Church eða St. Agaiha's Little Market-
town, þar sem þörfin er sennilega
fyrir predikara, er boðar á einfaldan
máta og óbrotinn og leiðir áheyrend-
ur sína til trúar á Guð á einfaldan og
óbrotinn hátt.
Afleiðing þessa er, a ð g r u n d -
völlurinn fyrir valdi pre-
dikarans er persónu-
I e g u r . Hann hefir ekkert vald til
að reyna að vera einhver annar.
Hann hefir engan rétt til að fara eftir
einhverju mynstri né stafa úr ein-
hverju móti, sem honum hefir verið
þröngvað í eða verið ginntur í. Vald
hans er ekkert, ef hann leggur ekki
persónuleika sinn í predikun sína, því
að það er aðeins önnur aðferð til að
reyna að predika úr einhverju móti.
Enginn getur þetta í venjulegri við-
rœðu manna á meðal. Það er eitt-
hvað bogið við það, ef maður er eitf
í predikunarstólnum og annað á stétt-
inni. Hann er þá alls ekki hann sjáIf'
ur á báðum stöðum, og líkur eru 0
því, að hann sé ekki hann sjálfur 1
predikunarstólnum. Þar er hann
leika hlutverk. Hann er leikari °9
sennilega leiðinlegur leikari, en leik'
ari samt. Þá skortir predikunina vald-
Hún gœti þó verið athyglisverð, og e'
t. v. vakið undrun, en hana skortit
vald. Vald (authority) er aðeins fyr,r
hendi, þegar predikarinn er hann
sjálfur. Hið fyrsta verkefni predikan'
arskóla er að gera predikarann hce'
an til að vera hann sjálfur. Höfu^
vandkvœði margrar nútíma predika11
Ido
ar eru persónuleg höft, sem va
fjörleysi, skorti á valdi og máttley5';
Lausn predikarans úr höftum er ekk1
það sama og það, að ögun sé ónan
synleg. Þvert á móti. Því meir sen1
flóðgáttir persónuleikans eru opna^
ar, þeim mun meiri þörf er á ögun'
Hömlulaus kraftur getur valdið eyð'
leggingu. í predikunarstarfi er stöðu9
gát á orðum og orðasamböndurri
nauðsynleg, orðalagi, rœðubygg'n^
og tilgangi, og á sama hátt er 9^
á framburði, hraða og áherzlu nC)U
synleg, en þó ekki fyrr en predikahnri
hefir losnað úr höftum, ekki fyrr
hann hefir viðurkennt, að Guð öe'
gert hann eins og hann er, ekki fyrr
en hann hefir viðurkennt hjáIprceð|S
verk Guðs, að andi Guðs getur aðei'1®
notað hann eins og hann er, þvl
andi Guðs er andi sannleikans
að
oð
starfar ekki fyrir uppgerð og íátalcet1-
Predikarinn verður að opna sig fVr'
Guði. Aðeins þannig getur maðurin'
uppgötvað sjálfan sig. Þannig verður
86