Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 11

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 11
MARTEINN LÚTHER: Barn er oss fætt Á jólahátíð Fœddi hún þó son sinn frumgetinn Lúk. 2:7 Sjá þú, hve einfalt og lítt áberandi það er á jörðunni, sem haft er í hœstum heiðri á himnum. Á jörðunni var þetta svo: Fátœk, ung kona, María frá Nasaret, er ein smcelingjanna í bœnum. Enginn verður því var hins mikla dásemdarverks, sem hún þekkir. Sjálf er hún hijóðlát og hefst ekkert sérstakt að, heldur er sem ein hinna smœstu. Hún tekst ferð á hendur með mann- inum sínum, Jósef. Ekki hafa þau þjónustufólk. Hann er hús- bóndi og þjónn, hún er húsfreyja og þerna. Húsið hafa þau yfirgefið eða beðið einhvern að líta eftir því. Svo koma þau til Betlehem, og guðspjallamaðurinn segir frá því, að þau hafi þar verið metin sem smceiingjar og engin stór- nnenni. Þau þurfa að víkja fyrir öðrum og eru send út í gripa- húsin. Þar deila þau húsi með búpeningi. En margt ómennið situr uppi í gistihúsinu og iœtur þar hafa mikið við sig, svo sem slíkra er háttur og hegðan. Alls enginn veitir því athygli, sem Guð framkvcemir í ve- scelu gripahúsi. Stórhýsin og dýrindis sali lcetur Guð eiga sig. Þau eru auð að kaila. Þar eta menn og drekka og eru glaðir, en hið mikla dásemdarundur er þeim hulið. Hvílíkt hefir ekki það myrkur verið, er grúfði yfir Betlehem, þar eð enginn veitti athygli hinu skœra Ijósi! Hversu auðscett 297

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.