Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 12

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 12
er það ekki, að Guð metur einskis veraldar prakt. Og veröld- in skynjar hvorki né metur nokkurs það, sem Guð framkvcemir. Þessi er minn elskaði sonur, sem eg hefi velþóknun á Matt. 3:7 Þegar þetta er mœlt, þá er það sem Guð segi við okkur: Hér gef eg þér alla náð mína og allan kœrleika ásamt öllum öðr- um velgjörðum. Allt, sem eg á og býr mér í hjarta. Til þess að þú efir þetta ekki, þá gef eg þér ekki Móses eða spámann, ekki engil eða dýrling, ekki fjársjóði af gulli og silfri né aðrar gjafir jarðneskar eða himneskar, heldur elskaðan einkason minn. Þannig gef eg þér mitt eigið hjarta, hina eilífu og sönnu uppsprettu allrar náðar og vonar, sem enginn engill né sköp- un, hvorki á himni né jörðu fœr skilið. Þessi sonur minn skal vera þér tákn og tryggðarpantur um náð mína og kœrleika, þegar syndir þínar hrœða þig. Hann er frá fœðingu einka- erfingi alls hins skapaða, þannig getur þú í trú á hann verið barn mitt og erfingi, meðeigandi alls þess, sem hann á og veit- ir. Auk þess sem hann gefur þér hlutdeild í arfi sínum og réttindum, er hann hlaut í öndverðu, þá hefir hann einnig með þjáningu sinni og dauða áunnið þér það, að þú ert barn hans og samarfi að öllum gœðum hans, því að hann er œðsti- prestur þinn og hirðir. Sjá nú til. Hvað getur hann meira gjört eða gefið, — eða hvað getur eitt mannshjarta hugsað sér og þráð, sem er þessu betra og háleitara? Dr. Marfeinn Lúther: Nun Freut euch lieben Christen gmein. 298

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.