Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 21
kirkjunni rœkti hann af sömu alúð og skyldurœkni og allt annað, — af sömu hógvœrð og hlédrœgni einn- ig. Það er sannfœring mín, að ekkert hefði hann tekið fram yfir þann starfa á helgum degi. Helsjúkur var hann enn á sínum stað hjá altarinu, las bœnirnar og skrýddi prestinn. Á nœsta messudegi í Brœðratungu dó bann, annan dag jóla 1966. Liðin er öld Nú víkur sögu að Kiðjabergi. Þar bjó á ofanverðri siðustu öld yfirvald Amesinga, Þorsteinn Jónsson, sýslu- oiaður og kancellíráð. Þorsteinn byggði bœ þann, sem enn stendur a Kiðjabergi. Hann hélt sig að heldri rr|anna sið og snœddi með for- 9ylltum hnífapörum, er hann hafði Tieð sér á ferðum sínum. Eftir hann bió á Kiðjabergi son hans, Gunn- ^augur, nefndur eftir móðurafa sín- Urr>, séra Gunnlaugi Oddssyni dóm- k'rkjupresti. Gunnlaugur var hrepp- stjóri Grímsnesinga, vinsœll maður °9 þótti mikill mannasœttir, þegar við þurfti. Kona hans var Soffía, ^óttir séra Skúla Gíslasonar á Breiða- bólstað. Hún var annáluð höfðings- kona. Liðin er öld frá því að Þorsteinn sýslumaður byggði bœ sinn, og enn býr í þeim sama bœ þriðji maður sornu cettar. Raunar hefur hann átr bQr heima í áttatiu ár. Og til hans er for ger einn sólskinsdag á vot- v'ðra-hausti. Tveir eru í þeirri för: ^veinn Skúlason Brœðraíungubóndi °9 undirritaður. bað eru engar ofsögur, að haust- bQ9ar geti verið fagrir. Ég hef aldrei Skúli Gunnlaugsson í Brœðratungu. komið að Kiðjabergi áður, en mér verður litið vestur á árbakkann gengt Arnarbœli. Þangað sótti ég eitt sinn reiðhesta mína, tvo, og reið þeim um hásumarnótt upp að Torfastöðum. — Við ökum hjá vörðunni í Kálfs- borgarholti, þar sem spesian fannst, og litlu síðar um bugðóttan veg nið- ur með hjöllum ofan í daldrag, sem hallar að ánni. Þar stendur bœrinn, að vísu dálítið hrumur að sjá, — svo nœrri árbakkanum, að ég minn- ist þess ekki að hafa séð aðra bcei í slíku nágrenni við straumvatn. Þó er bcejarstœðið einkennilega fagurt og hlýlegí. Áin er að vísu söm við 307

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.