Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 86

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 86
rœna, drepa og fremja alla þrjózku sína eins og þeim býður við að horfa og dettur í hug hindrunarlaust. Nú hefur Kristur ekki œtlazt til, að vér hlýðum þeim í öllu, sem þeir segja og gjöra, heldur þegar þeir flytja orð hans, fagnaðarerindið, ekki þeirra orð, verk hans, og ekki þeirra verk. Hvernig gœtum vér ann- ars vitað, hvort varast skuli lygar þeirra og syndir? Það hlýtur að vera til regla um það, hve langt skuli hlýða þeim og fylgja. Sú regla hlýtur að vera sett af Guði, ekki þeim, ofar þeim. Og eftir henni vit- um vér, að oss ber að fara, eins og vér munum heyra í fjórða boð- orðinu. Nú hlýtur svo að vera, að meirihlutinn í andlegri stétt einnig prédiki ranga kenningu, svo að oss veitist fœri ó að vinna verk þessa boðorðs og reynt verði, hvað vér viljum gjöra gegn slíkum lastmœlum vegna heiðurs Guðs. Ó, vœrum vér trúir í þessu, hve oft hlytu embœttissnóparnir (die Offizialbuben) að kveða upp pófa- og biskupsbann sitt til einskis! Hve móttlausar yrðu hinar rómversku reiðarþrumur. Hve oft yrði marg- ur að þegja, sem heimurinn verð- ur að hlýða ó? Hve fótt yrði ekki um predikara í kristninni? En það hefur orðið ofan ó. Allt verð- ur að vera rétt, sem þeir staðhœfa. Enginn er só, er stríði fyrir nafn Guðs og heiður, og ég hygg, að engin synd sé meiri og almennari í ytri verkum en í þessu efni. Það er svo hóleitt, að fóir skilja, þar að auki prýtt með nafni Guðs og valdi, hóskalegt ó það að ráðast. En postularnir voru fyrrum snillingar í því, einkum Páll, létu það ekki á sig fá, hvort sem œðsti eða lœgsti prestur hefði sagt það, gjört það 1 nafni Guðs eða sjálfs sln. Þeir beindu athygli að verkunum og orðunum og báru saman við orð Guðs, hvort sem það var mikli Hans eða Lasi litli, sem sagt hafði eða gjört í nafm Guðs eða manna. Þess vegna hlutu þeir og að deyja. Miklu meira mcetti segja um það á vorum tímum, þvl að nú er það langtum verra. En Kristur og Pétur og Páll verða að hylja það allt með sínum heilögu nöfnum, svo að ekki hefur fundizf smánarlegri hula en hið allrahelg- asta nafn Jesú Krists. Það getur gi°rt menn dauðhrœdda vegna misnotkun- ar og lastmœlis gegn nafni Guðs einungis, og þá óttast ég, ef lengur helzt, að vér verðum að tilbiðja djof' ulinn sem guð. Svo óhemju gróft fara andlega valdið og menntamennirmr að ráði sínu í þessu efni. Sá tím' er kominn, að vér œttum að biðja Guð þess I alvöru að hann helg1 nafn sitt. En það kostar blóð, erfingjar hinna heilögu píslarvotta- sem unnizt hafa með blóði þeirra' verða að verða píslarvottar að nýiu' Meira um það síðar. 372

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.