Kirkjuritið - 01.12.1972, Qupperneq 92
hafti, svo sem serkurinn má vefjast
um fœtur honum eða fjúka fram um
höfuð honum, ef hann er eigi gyrtur."
Linda fylgir þessi bœn: „Gyrð lendar
minar linda hreinleikans og deyð þú
lastafýsnir mínar, að eg megi með
gleði meðtaka endurgjald erfiðisins.
Fyrir Drottin vorn--------."
Hökull
Hökullinn er yztur messuklœða. Hann
er aðeins notaður við messur, hvort
sem biskup eða prestur messar. Hök-
ullinn var yfirhöfn almennings í
Rómarríki til forna, en á fjórðu öld
aflagðist hin rómverska toga og þá
varð hökullinn tízkufat fram til um
600. Ur því lagðist hann niður, en
þá hélt kirkjan honum áfram sem
messuklœði.
Upphaflega var hökullinn úr u11
eða lérefti, en þegar silkið kom til
um 1000, varð það fljótt ofaná. Hök-
ullinn var sniðinn í hálfhring og
saumaður saman að framan. Þann-
ig varð hann klukkumyndaður. Hann
var jafn síður allt í kring og nœrri
skósíður. Framan af voru skreytingar
sjaldgœfar á höklum. Fyrst var lagð-
ur borði að framan yfir sauminn,
síðan var lagður annar á bakið, og
loks komu borðar yfir axlir eða upp-
handlegg, og tengja þeir hina borð-
ana saman. Þannig myndaðist gaff-
alkross sá, sem algengur er á gotn-
eskum höklum. Á seinni hluta mið-
alda tíðkaðist íburðarmikil baldýring
á höklum til skreytingar og til að
koma að helgum táknum. Á gotn-
eska tímabilinu voru skörð tekin í
hliðar höklanna, svo að hendurnar
œttu hœgara um störf. Á barokk-
tímanum styttist hökullinn mikið. Á
20. öld hefur hökullinn breyzt aftur
í áttina til fyrri gerðar.
Hökullinn hefur haft ýmis nöfn.
rómversku kirkjunni nefnist hann
„Casula". Er það nafn dregið af orð-
inu casa (kofi). Nafn þetta tíðkaðist
fyrst norðan Alpafjalla, en áður kall-
aðist hökullinn í Róm „planeta". ^
Frakklandi hét hann til forna „Amphi'
bulum". Um miðjar miðaldir nefndist
hann bœði á Englandi og Frakklandi
„Insula". Hökull er germanskt orð og
talið jafn gamalt hinu rómverska. “
gotnesku notar Úlfila orðið „Hakuls
Á íslandi eru tvœr myndir þessa
orðs, önnur hökull, sem notað er am
messuklœðið. Hin er hekla, sem var
nafn á veraldlegu fati, sennileg0
svipuðu sniði. í Norna-Gests-sögu
kemur Óðinn fram í heklu og kaIlast
heklumaður. Hið bezta nafn ®r
paenula, sem leitt er af gríska °r
inu fainoles. Orðið failonen kemur
fyrir í 2. Tim. 4, 13. Þar hefur Oddu|
Gottskálksson þýtt það með mötta
en ekki hökull eða hekla. Sama ha a
allir biblíuþýðendur gert siðan.
Um hökul segja hinar fornu skýr,
ingar: „Hökull er svo sem tjaia ^
utan um önnur messuklœði, jarte'^
ást, sem œðst er mannkosta
prestur skyldi jafnan láta yfirbreg
ast í öllu athœfi sínu." Þessi bce ^
fylgir hökli: „Drottinn, þú, sem sa^
hefur: Ok mitt er indœlt og byrði
létt, veit mér að bera hvort tveg9l
svo, að þér sé þóknanlegt. Fyrir Dro
in vorn
378