Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 10
8 TRÚIN í JESÚ NAFNI [Jörð
Hefir svo verið frá alda öðli, að kalla. Frá alda öðli hefir
hinsvegar hvor trúin um sig verið takmörkunum háð og
meira eða minna ósamrýmanleg hinni — og vantar þó
ekki, að mikið hafi verið reynt til að samrýma þær. —
»LögmáMð var gefið fyrir Móse«, — oss segir svo hugur
um, að með svipuðum rétti hefði mátt segja t. d. Búddha
— »en — Náðin og SannleiJmrinn Jcom fyrir Jesú Krist«.
í honum hafa að engu orðið takmarkanir hvorrar trúar-
innar um sig, hinnar náttúrlegu og hinnar guðrækilegu;
þær eru orðnar eitt:
óma í einingu
æðri saman.
UTAN við Krist er einhver sundrung á milli náttúr-
legrar trúar og guðrækilegrar. Stendur hún í sambandi við
ófullkominn skilning á helgi tilverunnar, sem Guð hefir
skapað (svarandi til náttúrlegrar trúar),og ófullnægjandi
skilningáafstöðuGuðs (svarandi til guðrækilegrar trúar) .
Svo að vér snúum oss fyrst að hinni náttúrlegu trú, þá
hafa, að því er vér hyggjum, engin trúarbrögð megnað
að veita lærisveinum sínum frjósaman skilning á því, að
allt sJcapað og ásJcapað er JieiJagt að hugsjón Guðs. T. d.
hefir kynferðislífið löngum verið niðrandi dylgjum og
trúarlegri hræðslu undirorpið. En fagnaðarerindið upp-
lýsir oss um, að allt, sem frá Skaparans hendi kemur, er
heilagt að hugsjón þess, og á að skoðast þannig af börn-
um Guðs — mönnum þeim, sem lært hafa að þekkja
sjálfa sig. Allt á að nálgast taJcmarJc sitt og helgast fyrir
Jcraft og náð HeiJags Anda í mönnum þeim, er um það
fjalla. Lærdómsríkt dæmi þess er vinið — þessi Guðs
gjöf, sem svívirt er unnvörpum af neytendunum, en mis-
skilin og tortryggð af bannmönnum. Þannig má á óbók-
staflegan hátt svo að orði kveða, að öll hin jarðneska til-
vera eigi að helgast — þ. e. eflast, fegrast, göfgast, öðl-
ast varanleika — við helgun mannsins, — líkt og spá-
maður mikill segir í Gamla Testamentinu, er hann lýsir
helgu framtíðarástandi Jarðríkis: Ijónið leikur sér við
lambið og dásamlegur gróður þekur moldina, en mennim-