Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 24
22
í GAMLA DAGA
[Jörð
góma — hvar væri nú sjórinn — ekki þyrfti austurstrog-
ið, þegar engu væri að ausa — nú væri af, að sjá hann
brattan. Formaðurinn tók öllum málum vel og kvað þeir
myndu brátt komast í hann krappann og gott að taka á
grautarfyllinni — myndi þá betur endast hangiketsbeit-
an. Var þá rutt leifum af borði og bornar inn brennivíns-
flöskur og staup þau, er til voru, en bollar þar, sem staup
vantaði. Urðu þá margir um að heimta bollana, en þeir
voru settir, þar sem formaður vísaði til. Glumdi nú stof-
an öll í glaum og gleði. Kveðlingar, söngur og skellihlátr-
ar blandaðist hvað við annað. Hver flaska tæmdist á
svipstundu og bættist óðara ný við. Þessu gekk svo
nokkra stund, unz kaffi var borið inn og lummur, ríflega
útilátnar; fylgdi þar með, að nú kom formaðurinn með
rommflösku og hellti út í kaffið hjá hverjum einum.
Meðan á kaffinu stóð, snerust umræður að alvarlegum
efnum. Formaðurinn hóf þær með því að segja hverjum
háseta, hvernig sér hefði líkað við hann yfir vertíðina.
Var þá gefið gott hljóð, allir vildu heyra, hvað sagt var
um hvern einn. Var það næsta misjafnt, en allt sagt með
hógværum orðum — stundum með spaugsyrðum. Þegar
formaður hafði komið sér af, settist hann meðal háseta
og var sjálfsagt, að nú fengi hann orðstír sinn að heyra.
Var þá rifjuð upp öll vertíðin, og hvernig tekizt hafði í
það og það skifti. Mátti þá mörg hetjuleg orð heyra og
hreystileg — þegar ýmsir sögðu frá handtökum sínum og
snarræði í vondum sjó og brimi. Aftur mátti heyra ýmsa
eldri menn lofa handleiðslu Guðs og dásemdir — hvernig
hann hefði afstýrt hættunni og leitt þá aðdáanlega. Settu
þeir ofan í við formanninn fyrir dirfsku hans og djarf-
tækni, að róa út í vondan sjó og sitja of lengi. En aðrir
dáðust að slíku; að lokunum kæmi um síðir, og þá væri
nægur hvíldartími, sögðu þeir. Vigfús hét maður; hann
bjó á Sólheimum og var alla tið frammámaður hjá Guð-
mundi, og meðal duglegustu háseta hans. í hrófveizlunni
var hann og hinn duglegasti; komust fáir til jafnsviðhann
í drykkju og gamanyrðum. Hann glímdi manna bezt, og
þýddi fáum að leita á hann. í þessari veizlu komst hann