Jörð - 01.08.1931, Side 68

Jörð - 01.08.1931, Side 68
BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI tJör^ að andrúmi eða blóðrás, og sjá um að hann fái gott loft; bera hann í betra loft ef með þarf. Það er alrangt, sem ég hefi séð flestum verða fyrst fyrir, að fara að lyfta upp Jiöfðinu á þeim, sem er í yfirliði eða að reyna að reisa hann við. Hættulegt er líka að dreypa á þann, sem er í dái, og má alls ekki. Ef salmíakspiritus er við hendina, þá er gott að halda því að vitum hans; og það ráð, sem flestir þekkja, að stökkva köldu vatni á þá sem eru í yfir- liði', getur flýtt fyrir að menn rakni við og er meinlaust. Fræðslumál Islendinga. i. H É R er víðtækt viðfangsefni. Eigi að síður ber nauðsyn til, að alþýða manna hafi eitthvert yfirlit yfir það; skilji nokkurnveginn í hverju fræðslumálunum er áfátt; öðlist knýjandi hug á, að koma þeim í sem bezt horf. Vakni ekki alþýða manna til vitundar og vilja, um eigin þörf í fræðslumálunum, til hungurs og þorsta eftir lifandi fræðslu um lífræn efni — þá þarf varla að ætla, að marg- víslegar og að mörgu merkilegar tilraunir fræðimanna í skólamálum og öðrum uppeldismálum verði til verulegra umbóta í þjóðfélaginu. FRÆÐSLUMÁL íslendinga er aðalhugðarefni vort. Það knúði oss á stað, til að stofna tímarit þetta. Því mun hver einasta síða þess helguð, ef að svo fer, sem til er ætl- ast. Vér erum ekki úr hópi fræðimanna í þessum efnum. Miklu fremur teljumst vér til alþýðunnar. Frá hennar hjarta þráum vér að tala; enda myndi það hin mesta [gleði vor og umbun, ef að orð vor næðu þangað aftur. Vér þráum heitt að hjálpa henni til, að kannast við sjálfa sig og þarfir sínar í efnum þessum; finna og kannast við

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.