Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 37
TÍDÆGRA
35
Jörð]
fjár, eftir að Alessandró greifi hafði gert hann að ridd-
ara. Lifði greifinn ásamt frú sinni sæmdarlífi til æfi-
loka, og er af sumum mælt, að hann hafi unnið Skotland
með tilstyrk tengdaföður síns sem af eigin manndómi,
og orðið krýndur konungur.
Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi:
„Ný kvœði
Ý M S I R lesenda Davíðs munu hafa beðið eftir bók
þessari með nokkurri kvíðablandinni óþreyju. Hafði
þetta lengst liðið milli útkomu ljóðabóka hans. Leiddi af
því í sambandi við æviskeiðið, sem skáldið er statt á: tak-
mörk æsku og miðaldurs, ugg nokkurn um, hvort skáld-
inu tækist að halda ungdæmi sínu; þ. e. a. s. túlka full-
þroskaskeiðið á álíka sannan hátt og túlkað hafði hann
æskuskeiðið. Myndi Davíð þagna að fullu, er æskutíbráin
færi af tilverunni í augum hans? Eða myndi hann leitast
við að halda í gömlu tónana;
»...... látast
lifa, en vera dauður?«
Eða myndi hann sá gæfumaður að »kunna að eldast« —
sem skáld jafnt sem maður? Margir eru skáld á unga
aldri — náttúran sjálf yrkir fyrir þá. En sá, er lifir það
sem skáld að komast af æskualdrinum, — hann er kynd-
ill, sem lýsir öldum og óbornum. Hann hefir sigrað sem
maður í baráttu lífs síns; greitt hluta í »lausnargjaldi
fyrir marga«. —
Allt þetta hlýtur ýmsum af lesöndum Davíðs að hafa
verið meira eða minna ljóst. Og sumir þeirra hafa starað
— líkt og móðir á dyrnar, sem sonur hennar er í þann
3*