Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 39
Jörð] DAVIÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI
37
án hans er engin hetja glæst;
án hans fær enginn draumur rætzt«.
Skyldi íslenzku skáldí nokkuru sinni hafa verið lögð
einfaldari og helgari orð á tungu? Vér þekkjum aftur
æskuvin vorn, Davíð, í hinum fullþroskaða manni: lát-
lausan, sannan, sundurgerðarlausan í dýrustu ljóðum sín-
um — í ætt við guðspjöllin.
Nú herðir hörpusláttinn. Spámaðurinn er í eyðimörk-
inni; innan stundar talar hann til lýðsins
»Sá sem lífi lifir
lýtur Guði einum«.
»Verst að öllu illu
er að vera blauður;
leita ei neins og látast
iifa, en vera dauður«. (»Vegamót«).
....Og nú kemur stormurinn, sterkviðrið mikla, sem
lesandinn hefir fundið á sér að væri í aðsigi síðan seint
í kvæðinu um Hrærek. Seinni hluti kvæðisins »Vegamót«
var ótviræður undanfari þess — og þó er lesandinn sem
þrumulostinn, þá er hann hefir lesið »Andvarp«. — Ýms-
ir þeirra, er ritað hafa um »Ný kvæði« og að ýmsu vel,
hafa »slegið sig til riddara á því« að hnýta í »Andvarp«
og önnur kvæði bókarinnar af líkum anda, þó að þeir
nefni ekki nöfn nema þá helzt kvæðið um Neró. Virðist
þeim allt mjög á sömu bókina lært: »Andvarp«, »InnreiÖ
Jesú«, »Neró« o. s. frv. Þeir tala um, að Davíð njóti sín
ekki, þegar hann »rífi sig þannig upp úr öllu valdi«; gefa
fyllilega í skyn, að þessi stórfeldu kvæði (»Neró« hefir í
rauninni sérstöðu) séu glamurkennd og hálfgerð látalæti.
Getur varla heitið, að sést hafi eitt einasta viðurkenning-
ar-, skilningsljómandi orð um hin stórfenglegu kvæði
»Andvarp« og »Innreið Jesú«. Eru þá kvæðin í raun og
veru of stór fyrir íslendinga? Trúin á þjóðina kveinkar
sér við að játa það. Eða á að skilja þetta sem andæfing
einstakra manna, er orðið hafa fyrir þeim óþægindum að
mæta augum spámanns, — sem ekki er »tilbúinn, heldur
reglulegur næturgali« (sbr. ævintýri H. C. Andersens)?