Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 50
4é
ÁSTIR
[Jörð
menn uppeldi barna á heimilum, jafnvel tilvistarrétti
heimila yfirleitt. Telja sig sumir ætla að elska alla, en
lenda í því að elska ei neinn. Hver sá, er traðkar á eigin
ástum, murkar og lífið úr yl þeim, er í brjóstinu býr og ,
giftusvipur stafar af, en hamingjan fylgir. Það þjóðlíf,
það mannkyn, sem ber ástir sínar út, setur jafnframt
sjálfu sér til höfuðs útburð, er standa mun yfir höfuð-
svörðum þess undir Feigsbjargi á Fimbulvetri. ófriður
og ástleysi fara saman og geta tortíming. Hafa menn í
því efni ekki einungis hugboð fyrir sér og spámannlegar
aðvaranir, svo sem Völuspár, því þess eru næg dæmi úr
sögu mannkynsins og er einna kunnust sagan um hrörn-
un og fall Rómaveldis. —
Ástir eru því ekki einungis eitthvert fegursta yrkisefni
skálda og listamanna, heldur eru þær sjdlfsagt viöfangs-
efni trúar og vísinda, til þess að hægt verði að upplýsa
almenning um þær, svo sem framast má verða, og hljóti
hann í þeim efnum heilbrigðar og tímabærar skoðanir,
er áhrif hafi á breytni einstaklingsins, en beini siðvenj-
um innáæ betri, fegurri og fullkomnari brautir. Er þá og
auðséð, að ríkið og aðrar þjóðnytjastofnanir — fyrst og
fremst skólar og kirkja — hljóta að láta málefni ásta til
sin taka eftir föngum, trú og vísindum samkvæmt.
ÁSTIR eru fjörefni, jafnt mannlífs sem þjóðlífs;
þær magna til dáða; veitá þol. Ástir eru salt í mannlífi
og þjóðlífi: vörn við spillingu; innræta andstyggð á ó-
þverranum; eru hin lifandi sál skírlífis. Ástir eru blóm
hins náttúrlega lífs. Án þeirra væri tilvera vor ömuiieg-
ur tómleikur; ilmur hennar ekki til lífs, heldur dauða.
Allt til dauðans veita ástir unað. Umfram alla aðra hluti
megna ástir að veita gagntakandi unað, líkama og sál.
»Saman okkar sálir runnu;
sama hjarta í báðum sló;
af sama eldi augun brunnu,
en allar taugar skulfu af fró.
Heitar varir eiða unnu
í unaðsfullri sæluró«.
(D. St.)