Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 12
10 TRÚIN 1 JESÚ NAPNI [Jörð
Innan kristinnar kirkju hefir trúin — einkum áður, en
einnig enn — verið háð þessum ófullkomleik. Sést það t.
d. mjög á mörgu í »kaþólskri« skoðun kristilegrar trúar;
en einnig verður þess mjög vart í fari »evangelískra« á-
kafatrúarflokka. »Kaþólska« kirkjan telur t. d. hjúskap
lægra siðferðisstig en einlífi; vígða klerka að vissu leyti
heilaga í samanburði við leikmenn; vígt brauð líkama
Drottins, þó að enginn neyti þess að eilífu. »Evangeliskir«
flokkar ákafatrúarmanna álíta vissar eðlilegar tilteknar
skemmtanir og nautnir í sjálfu sér syndsamlegar, eins og
t. d. dans og jafnvel hljómlist; jafnvel hverskonar list.
Hins vegar má það heita á hvers manns vitorði, að
ífjöldi manna lifir í þeirri skoðun, að trúin í Jesú nafni
sé í raun og veru ekki fyrir venjulega menn; heldur hæfi
hún í hæsta lagi einhverju sérkennilegu, fámennu úrvali
manna; því síður hæfi hún mannlegum félagsskap; t. d.
myndu þeir líta á sem fásinnu að stjórna ríki eftir megin-
reglum fagnaðarerindisins. Þeir líta á sem svo, að »auð-
vitað sé kenning Krists »góð« í sjálfu sér«; hún sé
bara — óframkvæmanleg. Eða eins og ég hefi séð það
orðað: ..»Þeir myndu verða jafnhneykslaðir á því, að
kenningum kristindómsins væri andæft og hinu, að eftir
þeim væri lifað«.*)
Þannig er guðræknin og hið náttúrlega líf meira eða
minna aðskilið og hvort öðru sundurþykkt allt fram á
þenna dag; annað tveggja meira eða minna kúgað af hinu
— unz trúin í Jesú nafni sýnir mannimim heilagleika/ns
einingu í öllum efnum.
f JESÚ trú megna menn svoaðsegjaallt,svolangtsem
hún nær í sjálfum þeim. »Allt megna ég fyrir hann, er
mig styrkan gerir«, ritaði Páll postuli — einhver áhrifa-
mesti maður, sem sögur fara af, þrátt fyrir það, er kalla
mætti algert umkomuleysi í ytri efnum. Trúin í Jesú
nafni er í eðli sínu engum takmörkunum háð; en það er,
að hyggju vorri, sérhver trú önnur. Jafnt að stundlegum
sem andlegum verkefnum lífsins snýr hún sér; því að
*) Stanley Jones í »Kristur á vegum Indlands«.