Jörð - 01.08.1931, Side 90

Jörð - 01.08.1931, Side 90
88 RÖKKUKSKRAF [Jörð Rökkurskraf. »Þ A Ð sem ég hvísla að yður í myrkrinu, skuluð þér kunngera af þökunum«. (Mt. 10, 27). í RÖKKRINU mýkjast hugirnir — og mætast. Trúnaður kveikist; samúð er alin. Menn ræða efni, sem eru of viðkvæm fyrir dagsljósið. Vér gerum ráð fyrir að finna hvöt hjá oss framveg- is, til að skrafa við góða vini og kunningja í rökkrinu eilitla stund í senn. Þegar þú því, lesari, sérð svolítinn þátt í heftinu undir fyrirsögninni »Rökkurskraf«, þá ber þú helzt ekki við að líta í hann, nema þú sért í skapi til að »sitja í rökkrinu«. Munum við þá væntanlega gera að gamni okkar saman; skrafa um hugboð, er ekki verða færðar sönnur á; og hafa yfir hálfkveðnar vísur. En þá myndum vér verða þakklátir, ef sú gifta yrði yfir rökkurstundum þessum, að drepið yrði einstöku sinn- um helgri hendi á hurð hjá okkur, — svo sem henda má, þegar í einlægni er skrafað í rökkrinu, — og hvíslað í eyra okkar orði, er festi rætur í hjartanu og knýði ókkur upp á þökin, til að boða sannleika, sem okkur sjálfum og ýmsum öðrum væri nýr og dýrmætur.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.