Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 49
ÁSTIR
Jörðí
47
bandi við aðrar grundvallarskoðanir má draga og snerta
siði og venjur, skoðanir almennings um ástalíf, — þjóð-
lífið.
V í S T eru ástir kunnar mannkyninu frá alda öðli sem
aJmenn reynsla. Þar með er engan veginn sagt, að svo
muni verða »til Ragnarökkurs«! Þvert á móti gefa trúar-
brögðin fyllilega í skyn, að fyrir mannkyninu liggi elli-
ár, þá er »kærleikur almennings muni kólna«. Um það
segir í Völuspá, þar sem lýst er Fimbulvetri undanfara
Ragnaraka:
Bræðr munu berjask
ok at bönum verðask;
munu systrungar
sifjum spilla.
Hart er í heimi;
hórdómur mikill.
Skeggöld; skálmöld;
skildir klofnir.
Vindöld, vargöld,
áðr veröld steypisk.
Mun engi maðr
öðrum hlífa.
Menning hefir það óumflýjanlega í för með sér, að öll
lífsverðmæti, sem ásköpuð eru manninum að náttúrunni,
spillast og dvína — E F að ekki er starfað að því af ráðn-
um hug og öllum tiltækilegum meðulum að varðveita þau,
efla og göfga. Sé þetta aftur á móti ekki undir höfuð
lagst, þá dafnar allt náttúrlegt líf við menninguna, lyft-
ist stig af stigi og veitir mönnum æ auðugri og dásam-
legri lífsfylling. Á það flestu fremur heima um ástirnar.
Á hámenningartímum þeim, er nú standa yfir, eru
margir (náttúrlega einkum í broddlöndum menningarinn-
ar, sem kennd er til Norðurálfu og Vesturheims), sem
telja sig tigna Náttúruna um fram aðra — telja sig for-
hleypislið nýja tímans — og aðhyllast m. a. »frjálsar ást-
ir« á þeim grundvelli. Er þar þó raunar sjaldnar um rétt-
nefnda ást að ræða (sbr. framanskráð), heldur hið allra
róttækasta fráhvarf frá náttúrunni, sem einmitt í ástum
opinberar eðli sitt hið innsta. Á sama grundvelli hafna