Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 41
Jorð] DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKóGI
39
ið að »Innreið Jesú«, »Neró« o. fl. kvæðum. Menn þessir
misskilja alveg Davíð og tilgang hans. Satt er, að hann
er of mikill »nútímamaður« (eins og það hefir verið orð-
að), til að yrkja sagnfræðileg ljóð í þrengstu merkingu
— enda ætti að mega sjá það á nefndum ljóðum og því-
líkum, að slíkt hefir alls ekki vakað fyrir honum. Liðna
atburði, fornar söguhetjur notar hann sem áhrifamiklar
myndir, til að lýsa mikilvægum atriðum í þjóðlífi nútím-
ans eða til þess að slá föstu samhenginu í sálarlífi mann-
kynsins: í mismunandi gerfum sögulegs búnings, í forn-
um atburðum og nútímans lífi eru sömu öflin að verki.
Við það er gert Ijóst fullgildi fomrar prédikunar gagn-
vart nútíð og framtíð. Þessi aðferð er vitanlega alkunn
úr bókmenntasögunni; hafa ýmsir meistarar sízt verið
»sagnfræðilegri« en Davíð. Ætti t. d. Shakespeare1) að
vera ótækur, eftir mælikvarðanum, sem lagður hefir
verið á Davíð í þessu tilliti. Eða í myndlistinni! Rem-
brandt2) myndi falla í gegn á slíku prófi, sem ætlast er til
að Davíð gangi undir og standist, til þess að geta óátalið
orkt »sagnfræðileg Ijóð«.------
Vér erum nú komnir aftur í miðja bók. úr því verður
Davíð yfirleitt »alþýðlegri« — ef að ritdómararnir væru
alþýðan. Teljum vér ástæðulaust að eyða orðum að kvæð-
um þeim, sem aðrir kunna engu síður að meta og eru oss
færari að fjalla um. Á að vísu enganveginn að skilja orð
vor svo, að vér viljum draga neitt úr lofinu, sem Davíð
hefir hlotnazt fyrir kvæði þessi, því vér álítum það yfir-
leitt maklegt.
Á Ð U R en skilist er algerlega við Davíð í þetta sinn,
finnst oss liggja nærri að varpa fram spurningunni:
Hvert er innlegg Davíðs í íslenzlmm bókmenntum að svo
lcomnn?
1) Enskt leikrita- og- ljóðskáld á seinni hluta 1C. aldar. Talinn
voldugast leikritaskáld síðan í fornöid. Mattlúas Jochumsson og'
Steingrímur Tliorsteinsson gerðu ágætar þýðingar á harmleikj-
um hans.
2) Hollenzkur listamaður á 17. öld. Talinn einhver dýpsti og snjall-
asti málari, er uppi hefir verið.