Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 84
82
ANDREA DELFÍN
[Jörð
»hlutverkinu«, »að húsmóðir mín, greifynjan, fyrirmun-
ar mér með öllu jafnvel hið smávægilegasta ástarævin-
týri, og skiftir hún þó tíðar elskhugum en nærklæðum.
Hún fullyrðir, að hún hafi jafnan rekið úr þjónustu sinni
vildarmeyjar þær og herbergisþernur, er vildu þjóna
tveimur herrum: henni og litla vængjaða trippinu.*)
Þenna hérvillingshátt verð ég nú að þola, og hefði ég ekki
jafngott upp úr því að vera hér og raun er á, og kæmi það
ekki fyrir öðru hvoru, að á móti mér byggi hæverskur
höfðingsmaður, sem liti mig hýru auga......«
»Hver er elskhugi frúar þinnar um þessar mundir?«
tók Andrea þurlega fram í. »Nýtur hún heimsókna háað-
alsíns hér? Eru erlendir sendiherrar daglegir gestir hjá
henni ?«
»Þeir koma aðallega með grímu fyrir andlitinu«,**)
svaraði Smeraldína. »En mér er fullkunnugt um, að henni
þykir vænt um yngri Grittí, vænna en um nokkurn annan
síðan ég réðist hjá henni. Henni þykir -svo miklu meira
til hans koma en austurríska sendiherrans, sem gengur
á eftir henni með grasið í skónum — okkur til mesta
gamans. Þekkið þér greifynjuna? Sú er nú fríð«.
»Ég er ókunnugur hér, barnið gott. Ég þekki hana ekki«.
»Á ég að segja yður sögu«, sagði stúlkan íbyggin; »hún
farðar sig bara mikið, þó að hún sé ekki þrítug. Ef að yð-
ur langar til að sjá hana einhverntíma, þá er það hægð-
arleikur. Það er hægt að leggja fjölámilli glugganna oklc-
ar. Þér skríðið svo yfir um, og skal ég þá fara með yður
á stað, þar sem þér getið skoðað hana óséður. Eins og
maður geri ekki annað eins fyrir nági-anna! Góða nótt!
Það er verið að kalla á mig«.
»Góða nótt, Smeraldína«. (Frh.)
*) Ástagoðinu Amor; hugmyndin upprunnin í grísku goðatrúnni
og þar nefnd Eros. Rómverjar tóku hugmyndina upp i trúar-
brögð sín undir Amorsnafninu og ásamt sögnunum, sem við
Eros voru tengdar; og er hugmyndin síðan tíðast bundin því
nafni.
»*) Yar það algengt í Suðurlöndum um þær mundir og lengi áður.