Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 31

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 31
Jörð] TÍDÆGRA 29 von, að feðgarnir myndu sættast og allt komast aftur í samt lag. Sú var og von bræðranna í Flórens og kom þeim ekki til hugar að breyta háttum sínum að neinu, en juku óðfluga skuldirnar. En er ár liðu svo, að þeir borguðu engum neitt, þá rak að því, að þeir misstu að fullu og öllu tiltrú samborgara sinna og var meii’a að segja varp- að í varðhald, en seldar allar eigur þeirra. Urðu vesalings konur þeirra að leita út á landsbyggðina með börn sín og lifa þar við sult og seyru sitt í hverri áttinni. Þegar Alessandró hafði nú árum saman beðið þess, að friður kæmist á í landinu, en sá ekkert mót á því, og dvöl- in þar var engan veginn hættulaus, en aftur á móti gagnslaus með öllu, þá ákvað hann að leita heim til ætt- jarðarinnar og lagði af stað einn síns liðs. Vildi það þá til, er hann reið út af borginniBrusseiíFlæmingjalandi'), að hann sá á undan sér flokk ferðamanna. Var þar á ferð ábóti nokkur hvítklæddur með miklu föruneyti munka og þjóna og marga trússhesta. En riddarar tveir af fornum aðalsættum enskum, skyldir konungsættinni, riðu hið næsta honum. Með því nú að Alessandró var kunnugur riddui’unum, reið hann til þeirra og var tekið hið vin- samlegasta. Spurði hann þá í hljóði, hver sá væri, er réði för þessari og hvert henni væri heitið. En annar þeirra anzaði: »Sá, er fremstur ríður, er ungur ættingi okkar og nýkosinn ábóti í einu hinna auðugustu klaustra í Eng- landi. En þar eð hann hefir ekki enn náð lögmæltum aldri, þá erum við nú á leiðinni með honum til Róm, til þess að biðja hinn heilaga föður* 2) að veita honum aldurs- undanþágu og vígja hann til embættisins, en ekki má hafa hátt um þetta enn þá«. En ábótinn ungi reið, eins og tignum mönnum er títt, ýmist í broddi fylkingar eða mitt á meðal manna sinna, og varð hann þá einhverju D Bmssel er nú höfuðborg Belgíu, glæsileg mjög og uppnefnd »Litla París«. Flœmingjaland (Flandern) er norðurhluti Belgíu. Tala menn þar nokkurskonar hollenzku (þýzka mállýzku), en í Suður-Belgíu tala menn Frakknesku og eru menn þar nefndir Vallónar. 2) Páfinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.