Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 18
1(5 EFNAGERÐIN INNAN í ÞÉR fJörð
Efnagerðin [innan i pér.
Meltingarfæri þín breyta margbrotnum matnum í lög
fábreyttra næringarefna, sem fer í blóðið. Ber það svo
næringarefnin uppleyst í sér út um allan líkamann. Vef-
ir hans sjúga þau í sig smámsaman, og breytast þau þá
enn, og verða aftur margbrotin sum: hold af líkamans
holdi o. s. frv.
Þó að efnagerð þessi framkvæmi greiningar og sam-
setningar vandasamari en svo, að nein vísindastofnun fái
leikið þau eftir, þá eru henni vitanlega takmörk sett. Hún
getur ekki skapað úr engu. Maturinn, sem þú etur, verð-
ur að vera- nokkurnveginn alhæfur, til þess að efnagerðin
þín geti gert úr honum gott blóð og endurnært líkama
þinn (og sál), svo að í lagi sé. Þú ert t. d. þungur í höfð-
inu — eða léttur-----og verið getur að það velti svo að
segja algerlega á matnum, sem þú neytir. —
Lærðu 'að bera virðingu fyrir efnagerðinni hið innra
með þér — í verki. Leita þekkingar á henni, og vér þekk-
ingu þinni auðsveipur. Umbun muntu hljóta, er þig vart
órar íyrir.
S É It H V E R le(j(ji rælct við hverja litla en scmna ást,
scm hann á, Þá mun honum verða gefin meiri ást á því,
sem fneira er. Sérhver haldi það mikils vert, að vera elsk-
aður. Og þó ekki sé nema það, að hafa eitt sinn verið
elskaður, þá er það mikils virði. Minning þess, að hafa
verið elskaður, af stúlku t. d., ætti að geyma sem helgi-
dóm, þó að sú ást sé einhverra orsaka vegna um garð
gengin. Maðurinn segi við sjálfan sig: »Þessi stúlka taldi
mig þess verðan, að elska mig«. Slíkt eykur traust og
hvetur til fegurra lífs.
Lærum að meta jafnvel hina minni háttar ást, þá mun-
um vér verða hæfari til að svara jafnvel kærleika Guðs,
þess mesta og fegursta kærleika sem til er.