Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 42
40
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI [Jörð
Vér hyggjum, að Matthías heitinn JocJmmsson hafi
farið nærri um það í grein, er hann reit í blað á Akur-
eyri í tilefni af »Svörtum fjöðrum«, fyrstu bók Davíðs,
sem þá voru nýútkomnar. Margt í bókinni er honum auð-
sjáanlega ekki geðfellt, sem ekki er að undra: annars veg-
ar tvítugur unglingur, gjósandi gígur hins nýja tíma;
hins vegar maður á níræðisaldri, snævi þakinn ólympos.1)
En þetta sker úr um manngildi bókarinnar í augum hins
aldna spekings: unglingur þessi er sannur í sér, svo að
af ber. Og vonir hans um framtíð hins unga skálds eru
bersýnilega fagrar — á þessum grundvelli ekki hvað sízt.
Fleiri skáld íslenzk hafa verið sönn í skáldskap sínum
og persónulegu lífi. En vér teljum óvíst, að öðrum hafi
verið gefin jafnástríðuþrunginn sannleiksvilji í sambandi
við alþýðlega skynsemi og aðra eiginleika, meðfædda og
uppalda, er hér varða miklu.
í stuttu máli: Davíð hefir orðið skáld náttúrunnar —
mannlegrar náttúru í öllum hennar myndum; alnáttúr-
unnar, sem hann lýtur með lotning, hvar og hvernig sem
hún birtist. Þess vegna hefir hann líka öðrum fremur
orðið skáld ásta, æsku og alþýðu. Það er köllun hans að
gera ljósa á nútímamáli dýrð hinna, fábreyttu undirstöðu-
atriða mannlegs lífs. Sumir halda vafalaust, að hann væri
meira skáld, ef hann gæti kveðið um flóknar ráðgátur til-
verunnar, sýnt framtíð mannkynsins í stórum sýnum með
»teknísk« orð í tugatali í kvæði hverju. Það er ekki þar
fyrir! hann getur þetta — ég skal auðvitað ekki segja
um »teknísku« orðin — og hefir þegar auðgað bókmennt-
ir vorar um ágæt kvæði af því tæi. En það er bláber mis-
skilningur, að þung speki sé meiri skáldskapur en einföld
framsetning lífsatriða þeirra, sem að réttu lagi bera í sér
ófyrnandi æsku, þótt spilltri menningu og þröngsýnni trú
hætti til að vanmeta, fyrirlíta, týna. Þá væri Páll postuli
meira skáld en Jesús frá Nazaret.
]) Fjall í Grikklandi. Töldu Forn-Grikkir það bústað guða. Frœgt
í bókmcnntura.