Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 81

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 81
Jörð] ANDREA DELPÍN 79 um þarna, á meðan hann sefur — launmorðingjarnir ykk- ar! Bíðið þið bara hægir; ég skal gefa ykkur inn skamta, sem gerir ykkur vært að sofa, þó að kvöldmatnum dvelj- ist«. »En hvað þú rausar, tannhjólið þitt«, sagði móðir henn- ar, sem ekki hafði augun af uppáhaldinu sinu. »Hefirðu aldrei heyrt, áð hæst bylji í tómri tunnu, og að sá, er mest tali, komi minnstu að«. »Mamma«, anzaði stúlkan hlæjandi, »ég má til með að raula vögguvísu yfir mývarginum — sjáðu nú, hvernig værðin færist yfir hann; hann hrynur alveg í hópum nið- ur af veggjunum. Góða nótt, prakkarar, sem borgið enga 'húsaleigu og hakkið þó í ykkur úr hverju íláti. Ég skal finna ykkur í fjöru á morgun, ef að þið fáið ekki nóg í dag«. Að lokum sveiflaði hún fölnandi glæðunum yfir höfði sér Iíkt og einhverskonar seiðvöl, og hristi öskuna út á síki; beygði svo kné í skyndi fyrir aðkomumanni og snar- aðist út, eins og svolítill hvirfilbylur. »Er hún ekki afleit óhemja, blessuð telpan mín?« sagði frú Gíóvanna, og stóð um leið upp og bjóst til að fara. >Samt þykir hverjum sinn fugl fagur. Og svona er það, að þótt hún sé lítil vexti og mikill galgopi, þá er hún dug- leg og sannast á henni, að »fyr en spor fékk stigið stór, stuttur milli fót’ ’ans fór«. Hefði ég ekki barn þetta hjá mér, herra Andrea.... —! En þér eruð svefnþurfi, og ég stend hér og fylli orðabelg svo, að út af flóir. Góða nótt og velkominn til Feneyja«. Hann endurgalt kveðju hennar þurlega, og virtist svo sem hann tæki ekki eftir, að hún vænti þess, að hann léti hrjóta eitthvert viðurkenningarorð um dóttur hennar. Þegar hann loks var orðinn einn, sat hann enn um stund við borðið og þyngdi stöðugt þjáningasvipinn á andliti hans. Skarið var orðið langt á kertinu; flugurnar, sem komizt höfðu undan galdri Maríettu, lögðust nú í svörtum flekkjum á ofþroskaðar fíkjurnar; úti fyrir í götuhalan- um flugu leðurblökur að glugganum og ráku sig á vímet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.