Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 80

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 80
78 ANDREA DELFÍN tJör6 Einmitt, herra minn; en ég hefi séð hann, og hina aum- ingjans mennina líka; og öllum ber saman um, að hann s.é sómamaður og hverjum manni lærðari og hafi nótt sem nýtan dag rýnt í forna og hýja sögu Feneyja, og sé ekki ókunnugri lögunum en skolli hænsnakofunum. En ekki þyrfti annað en að sjá hann ganga yfir stræti eða standa á torgi með vinum sínum og halla sér svona upp að súlu og lygna augunum, til þess að fullvissa sig um, að hann var »burgeis« frá fjaðraskúfnum niður að skó- spennunum; og að það, sem hann talaði og aðhafðist gegn Dulardóminum, var ekki almúgans vegna, heldur vegna höfðingjanna sjálfra. En kindinni stendur rétt á sama, herra Delfín, hvort úlfurinn étur hana eða rífur hana í sig. »Er haukur og gleða höggvast, á hænan frið sem snöggvast«. Skoðið þér til! Þess vegna glotti almúginn,^ þegar Dulardóminum voru staðfest öll hans réttindi, og hann ekki fremur en áður neinum skyldugur um reikn- ingskap utan Drottni á efsta degi og samvizku sinni dag hvern. Af hverju hundraði, sem lesið hafa síðustu Maríu- bænina sína á Orfanósíkinu, eru níu tugirnir höfðingja- fólk, en einn tugurinn af almúganum. En setjum nú svo, að lögbrjóta skyldi dæma í ráðinu mikla — þvílík þó end- emi! Það væri að hafa böðlana átta hundruð í stað þriggja«. Það var eins og aðkomumaður ætlaði að svara ein- hverju; en varð aðeins stuttur hlátur úr því, og tók hús- móðirin það sem samþykki. Á meðan kom Maríetta aftur inn með vatnsfat í hendi og reykelsisker, en glóandi dust- hrúgan á því sendi remmi-ilm framan í hana, svo að hún hóstaði og rausaði og nuddaði á sér augun með skringi- legu látbragði. Bar hún reykelsiskerið smáum skrefum meðfram veggjunum fjórum, sem voru krökkir af flugum og mývargi. »Sneypist þið burt, vargarnir ykkar«, kvað hún. »Mannæturnar ykkar, sem eruð verri en læknar og lög- fræðingar. Þið látið eins og ykkur langi til að gæða ykk- ur á fíkjum og kýpurvíni í nótt, en hugsið gott til glóð- arinnar að bora eftir blóði á andlitinu á höfðingsmannin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.